Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 109
Skírnir
Hin ytri skipun ísl. utanríkismála 1918—1944
107
II.
Þegar Danmörk var hernumin, varð gagngerð breyting
á skipun íslenzkra utanríkismála, því að Danmörku varð
þá, eins og kunnugt er, ókleift að fara lengur með þau
fyrir fslands hönd.
Daginn eftir hernámið, hinn 10. apríl, samþykkti Al-
þingi, sem þá sat, þingsályktunartillögu um, að fsland
skyldi að svo stöddu taka meðferð utanríkismálanna í
sínar hendur. Á grundvelli þessarar þingsályktunartillögu
voru síðan gefin út bráðabirgðalög um utanríkisþjónust-
una, en árið eftir samþykkti Alþingi lög um utanríkis-
ráðuneyti íslands og fulltrúa þess erlendis. Voru þau að
mestu leyti samhljóða bráðabirgðalögunum, en framan
við þau hafði verið bætt því ákvæði, að stofnað skyldi
utanríkisráðuneyti. Lögin voru gefin út hinn 27. júní 1941
og öðluðust þegar gildi. Þessi dagur er því stofndagur
ráðuneytisins. Samkvæmt lögunum ákveður ríkisstjórnin,
á hvaða stöðum sendiráð skulu vera, svo og í hvaða borg-
um ísland skuli hafa sendiræðismenn. Hún skipar og
starfsmenn við hvorutveggja þessar stofnanir. Ennfrem-
ur er í lögunum heimild til að skipa kjörræðismenn á þeim
stöðum, er ísland telur sig hafa hagsmuna að gæta.
Hér á eftir verður gerð stuttlega grein fyrir skipun
utanríkismálanna, eftir að stríðið hófst.
Hérumbil þegar í stað eftir hernámið var ákveðið, að
Sveinn Björnsson sendiherra skyldi koma heim til viðtals
við ríkisstjórnina. Hann fór frá Danmörku um mánaða-
mótin apríl-maí 1940 og kom heim mánuði síðar yfir
Genua og New York. Eftir heimkomuna gerðist hann
ráðunautur ríkisstjórnarinnar í utanríkismálum, en lagði
bæði það starf og sendiherrastarfið niður, er hann var
kosinn ríkisstjóri árið eftir. Við brottför hans frá Dan-
mörku var Jóni Krabbe falin forstaða sendiráðsins sem
sendifulltrúa um stundarsakir, og hefir hann gegnt því
starfi síðan.
Þegar Þjóðverjar hertóku Noreg, kröfðust þeir, að öll-