Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 81
Skírnir
Reisubók Bjamar Jórsalafara
79
og fremst eða eingöngu við Jón lærða, sem fullyrðir í c,
að Einar sé höfundur rímunnar?1)
Eitt atriði virðist í fljótu bragði mæla gegn því, að Jón
lærði sé höfundur ágripsins. Þar er upphæð gjaftollsins
greind, en hvorki í c né d, og í d kemst Jón svo að orði, að
ætla mætti, að hann hafi ekki munað hana. En um 20 ár
hafa liðið á milli ritunar ágripsins og ritunar c og d, og
Jón gat gleymt ýmsu á þeim tíma.
Hvergi er þess getið, að þeir Björn á Skarðsá og Jón
lærði hafi hitzt eða haft sambönd sín í milli, en ekkert er
því til fyrirstöðu, að svo hafi verið. Um 1620—21 lenti
Jón í hrakningum eins og oftar. Þá virðist hann hafa
komið að Hólum, og tók Guðbrandur biskup son hans og
mun hafa sett hann í skóla.2) Má vel vera, að þá hafi Jón
hitt bæði Arngrím lærða og Björn á Skarðsá. Það kemur
vel heim við ritunartíma Grænlandsannáls Bjarnar. Einn-
ig er athyglisvert, að Arngrímur lærði getur fyrst um
reisubókina í Specimen Islandiæ, en hefur ekki haft neina
vitneskju um hana, þegar hann samdi Gronlandia. Um
það rit höfðu fréttir borizt til útlanda 1623,3) svo að það
hefur þá varla verið nýsamið. 1631 fór Jón lærði enn norð-
ur um land á leið til Múlasýslu í eins konar útlegð,4) og
má vera, að hann hafi þá fyrst hitt Arngrím lærða, en ég
hygg, að ágripið sé eldra.
Á víð og dreif í ritum Jóns lærða er annars mikið af
öðru efni, sem einnig er í Grænlandsannál Bjarnar. Mest
af því er ungt og bundið við Vesturland, þær slóðir, sem
Jón dvaldist á fram til 1631. Er því líklegt, að Björn hafi
þegið miklu meira frá honum en ágripið, en út í þá sálma
verður ekki farið hér.
1) Sbr. Kvæðasafn Bmf., 178.
2) Safn t. s. ísl. V, nr. 3, 58. bls.
3) Wormii Epistolæ, 97.
4) Safn t. s. fsl. V, nr. 3, 66. bls.: sbr. Menn og menntir IV, 335.