Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 82
80
Jón Jóhannesson
Skírnir
III.
Jón lærði segir í d, að hann muni næsta lítið úr reisu-
hókinni, enda er það eðlilegt. Þá var liðin meira en hálf
öld, síðan hann sá hana, og efni fárra bóka er örðugra að
muna en ferðabóka. Auk þess var Jón barn eða unglingur,
þegar faðir hans hafði hana, og þekking hans hefur ekki
getað verið svo mikil þá, að hann hafi skilið allt, sem í
bókinni stóð. Engar líkur eru því til, að hann hafi munað
rétt hið litla, sem hann mundi. Ekkert var eðlilegra en
það, að hann blandaði saman efni reisubókarinnar og því,
sem hann heyrði rætt um í sambandi við hana í æsku, og
ímyndunarafl hans hlaut að vera að verki bæði þá og sið-
ar og skapa í eyðurnar. Munur hlaut einnig að verða á
efninu eftir því, hvenær það var fært í letur, og er hann
þó vonum minni. Frásögnunum úr reisubókinni má því
skipa í flokk með þjóðsögum, og þær geta ekki sýnt neina
skýra mynd af henni. Ekki er þess heldur að vænta, að
hægt sé að finna hinn upprunalega sögulega kjarna nema
í fáum atriðum, þar sem aðrar heimildir eru til saman-
burðar.
Sögnin um Gunnbjarnareyjar og viðkomu Bjarnar Ein-
arssonar þar er mjög tortryggileg og með einna mestum
þjóðsagnablæ. Engar eyjar liggja undan Isafjarðarmynni
til útnorðurs nema alveg við strönd Grænlands, en menn
hafa auðsælega hugsað sér Gunnbjarnareyjar miklu nær
íslandi en svo, enda verður þá auðskilið, að Björn er lát-
inn koma þar við á leið sinni heim í Vatnsfjörð. Kveðling-
ur stúlkunnar bendir til þess, að þar hafi átt að vera fólk,
er mælti á íslenzku, en litlar eða engar líkur eru til, að á
eyjunum fram með austurströnd Grænlands hafi verið
aðrir íbúar þá en eskimóar, ef þeir hafa verið komnir
þangað svo snemma.
Hugmyndum Islendinga á fyrri öldum um skipun landa
og þjóða þarf að gera rækileg skil og rekja vandlega,
hvaðan þær eru sprottnar. Hér er ekki tækifæri til slíks,
en ég ætla að gera lauslega tilraun til að skýra uppruna