Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 26
24
Lárus Sigurbjörnsson
Skírnir
með dramatískum blæ, leifturhröð, örlagaþrungin. Síðustu
orðin ögrandi, eins og svipuhögg framan í náföla byssu-
bera, sem standast ekki mátið og skjóta.
II.
Þegar Jóhann Sigurjónsson hafði riðið á vaðið og ritað
fyrstu leikrit sín á erlendri tungu, slógust undir eins fleiri
í hópinn. Guðmundur Kamban var einn þeirra og skrif-
aði leikrit að dæmi Jóhanns. Hann hafði frumsamið
Höddu-Pöddu, sorgarleik í 4 þáttum, 1912 og boðið Leik-
félagi Reykjavíkur leikinn til sýningar, en félagið ekki
treyst sér til að sýna hann. Nú samdi hann leikinn um á
dönsku og bauð hann Konunglega leikhúsinu í Kaup-
mannahöfn til sýningar. Þar var leikurinn sýndur í nóv-
embermánuði 1914, en ári síðar eða á jólum 1915 í Reykja-
vík. Þetta var geysilega mikill sigur fyrir ungan rithöf-
und, hann var ekki nema 26 ára að aldri, því að viðtökur
áhorfenda voru eins góðar og á varð kosið, og sjálfur
Georg Brandes skrifaði lofsamlega um leikinn. Eitt var
það í undirbúningi að sýningu þessa leiks, sem batt Guð-
mund Kamban ævarandi böndum við leiksviðið. Hann var
kvaddur til að aðstoða við leikstjórnina í síðasta þætti
leiksins, sem leikhúsmönnum þótti illvænlegur viðfangs.
Nú kom honum að góðu gagni, að hann hafði stundað leik-
listar- og framsagnarnám hjá einum færasta kennara
Dana í þessum fræðum, Peter Jerndorff, í ein fjögur ár
jafnhliða háskólanáminu. Þetta var upphafið að leikstjórn-
arstarfi Guðmundar Kambans, en í þeirri grein stóð hann
áður en lauk langfremstur allra Islendinga.
Það er hægur vandi að benda á frumsmíðargalla á sorg-
arleiknum um Höddu-Pöddu, og þó ber einkanlega á því,
hve höfundurinn er ósjálfstæður og hrifnæmur. Áhrifin
frá Jóhanni Sigurjónssyni liggja í augum uppi, og á þau
hefur verið bent.1) Þau birtast einkum í skáldlegum til-
1) Stefán Einarsson: Guðmundur Kamban, Tímarit Þjóðræknis-
fél., 1932. Um áhrif frá Oscar Wilde, sjá sömu grein.