Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 13
Skímir Jónas Hallgrímsson 11
Á alþinginu áður var
ekki neitt nema höfðingjar;
bíddu nú við og sjáðu senn:
svona á það að verða enn.
III.
Ég líkti í upphafi Jónasi við manninn, sem sat úti á
krossgötum og hlaut hjá Jónsmessunóttinni alla dýrgripi
álfheima. Jónas var farsæll að lifa vor hinnar nýju menn-
ingar, vera þar staddur, sem vegir komu saman úr mörg-
um áttum. En þetta lifðu margir aðrir en hann, og var þó
aðeins einn Jónas Hallgrímsson. Við erum komin að leynd-
ardómi persónuleikans. Þegar vel vill, má skýra nokkuð og
rekja uppruna hugsjóna, hugmynda og aðferða skáldanna,
eða skyldleika við samtímann og bókmenntastefnu hans.
Það má líka rekja lífsatvik skáldsins og áhrif þeirra á
verkin. Með þessu móti getur bókmenntarýnandinn rakið
sundur verkin svo vel, að hann telur sér loks trú um, að
hann geti skýrt allt. En því meira sem skáldið er, því efa-
lausara er, að þetta er rangt. Eftir er óþekkt stærð, sem
rýnandanum er miklu skynsamlegra að láta sér nægja að
túlka heldur en reyna að skýra. Það er það afl, sem gerir
allt hið aðkomna að einni heild, gefur því sérstakan svip,
persónuleiki skáldsins.
Útisetumaðurinn í þjóðsögunum var óvirkur, varð að
sitja þögull og hreyfingarlaus, en Jónas var virkur þátt-
takandi í þeirri endurnýjun, sem gerðist meðal íslendinga
á hans öld. Atvikin ollu því, að svo margt mættist við
bæjardyr hans. En hann valdi sjálfur, að hugsuðu máli
eða eftir eðlisávísun sinni, gerði allt hið dreifða að einni
lífrænni heild. Fífillinn í haganum drekkur í sig svipuð
efni og grannar hans, smári eða sóley; blómið, sem hann
skapar, er þó sérstakt, ólíkt öllu öðru.
Bókmenntastefna samtímans var rómantíkin, og Jónas
er sjálfur kallaður annar forvígismaður hennar hér á
landi. Hann kunni heila kafla úr Ossían og þýddi úr hon-
nm, hafði mætur á Oehlenschláger og þýddi kvæði eftir