Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 128
126
Lúkíanos
Skírnir
um. Og þegar nú þessara manna kjör eru svo ill, þá má
nærri geta, hvernig hagur óbreyttra manna muni vera. —
Ég ætla nú að segja þér, Hermes! við hvað mér hefur
sýnzt, að líkja megi mönnunum og öllu lífi þeirra. Þú
munt einhvern tíma hafa séð bólur þjóta upp í vatni, þar
sem buna steypist niður fossandi, ég á við vatnsbólurnar,
sem hnappast saman og verða að froðu. Sumar þeirra eru
smáar, bresta á augabragði og hjaðna, en sumar endast
lengur, og þegar hinar sameinast við þær, þá verða þær
ákaflega uppblásnar og bólgnar, en svo bresta þær líka
áreiðanlega, því það getur ekki öðruvísi verið. Svona er
nú líf mannanna, allir eru uppblásnir, sumir meira og
sumir minna, og sumra uppblásning er skammvinn og tek-
ur skjótan enda, sumar hverfa í sömu andránni og þær
þjóta upp, en víst er það, að allar hljóta þær óhjákvæmi-
lega að bresta.
HERMES. Þér tekst engu lakar með samlíkingarnar,
Karon! en honum Hómer, sem líkir mannkyninu við lauf-
blöð trjánna.
KARON. Svona er þeim nú varið, Hermes! og samt
sérðu, hvernig þeir fara að ráði sínu og hversu ákaft þeir
keppa hverjir við aðra um embætti, mannvirðingar og
eignir, þetta, sem þeir þó verða að skilja við allt saman
og fara ofan til okkar, hafandi ekki með sér meira en einn
obol. Viltu nú ekki, fyrst við erum á svo háum stað, að ég
kalli upp svo hátt sem ég get og áminni þá um að halda
sér frá árangurslausum erfiðismunum, en lifa jafnan með
dauðann fyrir augum, og á ég ekki að segja þessi orð um
leið: „Þér heimskingjar! Því hafið þér farið að leggja
yður svo kappsamlega fram um þessa hluti? Hættið þessu
striti, því ekki munuð þér lifa ævinlega. Ekkert af því,
sem hér er ágætt, varir eilíflega, og ekki mun heldur neinn
geta flutt neitt með sér af því, þegar hann er dauður,
heldur verður hann að fara héðan nakinn, og hús hans og
akur og peningar mun alltaf komast í nýjar og nýjar hend-
ur og skipta um eigendur.“ Ef ég nú hrópaði þetta og því
um líkt til þeirra, svo þeir heyrðu það almennilega, held-