Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 61
Skírnir
Líkingar, list og líf í skáldskap Hómers
59
rauðu blóðinu, til að lepja með tungubleðlum sínum blátt
vatn ofan af dökkri lind; er óskelft hjarta í brjósti þeim,
en kviðurinn uppbólginn“. — Mér liggur við að segja, að
fyrirlitning skíni út úr svip þessara líkinga allra: Veiði-
maður hefur skotið ör á hjört,og er hann mæðir blóðrás,
ráðast úlfarnir að honum, eða frávillt sauðatetur verða
úlfunum að bráð. í síðasta dæminu, sem tilfært var, eru
þessar skepnur beinlínis ógeðslegar með uppbelgdan kvið
og ælandi blóði.
Hindarkálfa notar skáldið í líkingum til að lýsa með
hátterni þeirra hræðslu og vanmætti. Það talar um flótta-
gjarnar hindir, „sem reika ráðlauslega, þreklausar og
ónýtar til mótstöðu og verða gullrefum, pardusdýrum og
úlfum að bráð í skóginum“ (II. XIII 101), eða segir frá
því, að hundur rekur spor hindarkálfs og „eltir hann yfir
gil og afdali, þó kálfurinn krjúpi inn undir einhvern
skógarrunn og feli sig“ (II. XXII 189).
Vér höfum nú um stund dvalið á mörkum og fjöllum,
séð Ijónin rífa í sig naut og sauði, ólma villigelti brýna
vígtennurnar, gráðuga úlfa svala sér á blóði og tann-
hvassa hunda þefa uppi hindarkálfinn í skógarrunnum.
Bregðum oss nú á bak gæðingunum og þeysum sléttar
grundir: „Líkt og gjafarhestur, er alinn er á stalli, slítur
festina og hleypur yfir völlinn og lætur hófana ganga, því
hann er vanur að baða sig í hinu straumfagra fljóti; er
hann þá hróðugur, reisir hátt höfuðið, en faxið flaksast
um herðakambinn; hann drambar af fegurð sinni, en fæt-
urnir bera hann skjótt í átthaga og haglendi hestanna“
(II. VI 506). Tign býr 1 þessari lýsingu og glöggskyggni
á fegurð eldishestsins. Einkennileg og glæsileg er sú íþrótt
reiðmannsins, er um getur í II. XV 679: „Svo sem fimur
reiðmaður, sem hefir valið sér úr mörgum hrossum fjóra
reiðhesta og rekur þá úr haglendinu um alfaraveg til ein-
hverrar stórrar borgar; horfa þá margir á hann með
undrun, bæði karlar og konur, en hann stökkur jafnan af
einum hesti á annan á víxl og skeikar ekki, en þeir fljúga
í loftinu." Þá getur kappaksturs- og veðhlaupahesta í