Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 56
54
Jón Gíslason
Skirnir
sigðum sláttumannanna: „Svo sem kornskerumenn slá
hveiti eða bygg í múga, hvorir gegnt öðrum, á akri auð-
ugs manns, svo hver málhöndin fellur við aðra . . (II.
XI 67). Á eftir kornskurði fór þresking: „Svo sem þá er
maður tengir saman krúnubreiða uxa til að láta þá þreskja
hvítt bygg á vel settum þreskivelli, og smækka byggkorn-
in skjótt undir klaufum enna hábaulandi nauta . . .“ (II.
XX 495).
Á elztu tímum í Grikklandi virðist sá háttur hafa verið
á hafður, að fjölskyldan eða ættbálkurinn hafi átt land
allt, en einstaklingurinn hvorki fengið ráðstafað því né
selt. Þar sem í Ilíonskviðu er talað um lendur konungs,
virðist vera um eins konar almenning að ræða, og hafi
hver þegn hans mátt beita þar fénaði sínum að ósekju. f
Ódysseifskviðu, sem yngri er talin, virðist á þessu breyt-
ing orðin: sameignarlendur þessar verið seldar eða uppi-
vöðsluseggir slegið á þær eign sinni. Á sameignarlandi
hefur höfðingi ættbálksins orðið að sjá um árlega skipt-
ingu þess, að minnsta kosti akurlendisins, meðal ætt-
menna sinna. En eigi munu menn ávallt hafa orðið á eitt
sáttir um skiptin. Til þess bendir líking ein í Ilíonskviðu
(XII 421): „Svo sem tveir menn, er deila um landamerki
á sameignarlandi, halda á mælistöngum í höndum sér og
þrátta um jarðarskipti á litlum bletti . . .“ Slík mál hafa
dómarar fyrr og síðar löngum fengið til meðferðar. í
Ódysseifskviðu (XII 439) er þessi einkennilega tíma-
ákvörðun: „í það mund, sem gjörðarmaður, sá er sker úr
mörgum þrætumálum, þeim er bændur eigast við, rís upp
og gengur af torgi til kveldverðar: rétt í það mund skaut
upp trjánum úr Karybdísi.“ Raunar vill svo til, að löngu
síðar voru eigi ólík eyktarmörk algeng í grískum borgum.
Þá var sagt: agora pleþúsa, þ. e. fyrri hluti dags, er torg-
ið var fullt, og hins vegar agores dialysis, þ. e. tíminn
rétt eftir hádegi, er fólk gekk heim af torginu.
Augljóst er af kviðunum, að auður manna þá hefur
aðallega fólginn verið í kvikfjáreign. Getur þar um naut-
gripi, sauðfé, svín, geitur, hesta, svo og aligæsir. Segir