Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 86
84
Jón Jóhannesson
Skírnir
í munnmælasögnum. Ólafarnafnið í frásögnunum olli því,
að ýmsir fræðimenn á 17. og 18. öld eignuðu Birni Þor-
leifssyni ferðir afa hans. Af Tíðfordrífi sést, að Jóni
lærða var kunnugt um þá tilhneigingu, en hann reis gegn
henni.
Ýmsir fræðimenn á síðari tímum hafa ritað um reisu-
bókina. Má einkum nefna Jón Þorkelsson,1) Hannes Þor-
steinsson,2) Björn K. Þórólfsson3) og Jón Dúason.4) Þeir
komust allir að þeirri meginniðurstöðu, að ferðum þeirra
nafna, Bjarnar Einarssonar og Bjarnar Þorleifssonar,
hefði verið blandað saman 1 reisubókinni og frásagnirnar
um Grænlandshrakninginn ættu við Björn Þorleifsson, en
hinar að mestu eða öllu leyti við Björn Einarsson. Eng-
inn þeirra hefur treyst sér til þess að halda því fram, að
reisubókin hafi eingöngu verið um ferðir Bjarnar Þor-
leifssonar, enda er það gagnstætt öllum líkum. Björn Ein-
arsson fór tvisvar til Róms, svo að getið sé, og kann að
hafa farið oftar. Hann fór í síðari ferðinni til Jórsala
með konu sinni, og hann hrakti til Grænlands. Það er lítt
hugsanlegt, að þeir frændur og nafnar hefðu báðir lent í
svo sjaldgæfum og hliðstæðum ævintýrum á h. u. b. hálfr-
ar aldar fresti. En af þessari niðurstöðu leiddi aftur aðra:
Reisubókin hlaut annaðhvort að hafa verið mjög ung, ný-
samin, er Jón lærði sá hana í æsku, eða endursamin og
aukin óáreiðanlegum sögnum. Skoðanir þessara fræði-
manna hafa orðið ofan á, án þess að nokkrum andmælum
hafi verið hreyft, en undirstaðan er þó hvergi nærri
traust, eins og nokkuð má ráða af því, sem sagt hefur
verið hér að framan. Eigi að síður verður þó ekki hjá því
komizt að taka þær til athugunar.
Engar öruggar heimildir eru til um Björn Þorleifsson
hirðstjóra nema bréf og skjöl. f þeim er hvergi vikið að
því, að hann hafi hrakið til Grænlands, né heldur að hann
1) fsl. fbrs. III, 432—440; Kvæðasafn Bmf., 169—180.
2) Safn t. s. fsl. III, 711, 712.
3) Safn Fræðafél. IX (Rímur fyrir 1600), 376—385.
4) Landkönnun og landnám íslendinga í Vesturheimi, 581—610.