Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 218
216
Pétur Sigurðsson
Skírnir
lega færir, er á hey koma — haldast við hold og þrif, svo
að þeir batna hvorki né versna.
Þessi hús eiga að vera með hverri 20 hndr. jörðu:
1) Skáli með 4 rúmstæðum, og sé rúmstafir og stokkar
fyrir.
2) búr með 3 stafgólfum, 9 ál. langt; bæði þessi hús
5 ál. breið.
3) eldhús, 6 ál. langt, 5 ál. breitt.
4) baðstofa, 9 ál. löng, 6 ál. breið.
5) fjós fyrir 6 naut.
6) fjárhús fyrir 30 sauði fullorðna, svo breitt, að garði
megi í vera.
7) útihús, 6 ál. langt, 5 ál. breitt.
Allt skal þetta mæla innan hornstafa, ef syllulaust er,
en innan höggva, þar sem bitar og syllur eru.
Kýrfóður hvert af nytgæfu heyi, hvort sem það
er taða eður úthey, skal gilda til landskuldar .... 6 ál.
En af útheyi fóðurgæfu skal hvert kýrfóður gilda
til landskyldar................................ 3 ál.
Útigangur fyrir kúgildi hvert í 12 mánuði skal
gilda til landskyldar af meðalhögum . ......... 6 ál.
Sumarhagi í búfjárhögum fyrir kýr þær, sem
um vetur standa við fóður sitt, og svo fyrir naut
öll, skal gilda fyrir hvert kúgildi til landskyldar . . 2 ál.
Frá fardögum til Dionysiusmessu, og svo fyrir
hvert geldfjárkúgildi, sem gengur í búfjárhögum
milli fardaga og Dionysiusmessu; frá tek eg þau,
sem áður eru á útigang talin.
Hús öll áður talin skulu gilda til landskyldar .. 24 ál.
Það eru 4 tíundir af 20 hndr. jörðu.
Summa afgiftar 1 hndr. 29% ál.
NB. Almennt er að gefa fyrir haga eins hests um árið,
þar sem grassveitir eru góðar, 15 álnir í beztu aurum eð-
ur 20 álnir í lakari aurum.
Sú 20 hndr. jörð, er nú hefi eg um talað, skal hafa torf-