Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 166
164
Jón Leifs
Skímir
,,-ur“ og aðeins „r“ (háttr), og svo mun auðvitað verða
framvegis, en til forna skrifuðu menn, sem kunnugt er,
aðeins „r“. Með seinustu kynslóðum hafa ýmsir Islend-
ingar reynt að nota r-ritháttinn án u, en samt hefir u-ið
orðið ofan á. í kvæðinu „Víti“ eftir Jónas Hallgrímsson
er t. d. u-hljóðinu sleppt og aðeins notuð r-endingin, án
þess að vér söknum ur-atkvæðisins. Þó mun einmitt erfið-
ast að útrýma ur-atkvæðinu úr bundnu máli. Við tónsetn-
ingu nýrra texta íslenzkra hefir undirritaður notað jöfn-
um höndum r- og ur-endinguna, eftir því sem betur sýnd-
ist fara í hljóðfalli söngsins.
Lengi mætti tilfæra og ræða einstök atriði. Auðvitað
ættu á íslandi að starfa stöðugar nefndir málviðreisnar
eða aðrar stofnanir með líka stefnu. Það er sannarlega
ekki nóg að skipa nefndir, sem sitja á rökstólum í nokkra
mánuði og semja bók, sem vart er lesin, en síðan gleymd
eftir jafnmarga mánuði. Mál þessi þurfa stöðugt eftirlit.
Stofnanir málviðreisnar þyrftu einnig að hafa varanlegt
samstarf við skóla og kirkju, útvarp, leikhús, blöð og út-
gefendur.
Ekki má gleyma hlutverki rithöfundanna sjálfra og
annarra málsnilldarmanna ritaðs og talaðs máls. Enginn
má láta sér detta í hug að geta orðið mikill íslenzkur rit-
höfundur, nema hann læri utanbókar bæði helztu forn-
kvæðin og orðrétt heilar íslendingasögur, þær sem bezt
eru samdar, eða a. m. k. kafla úr þeim. Sama má segja um
talsnillinga, sem vilja endurreisa framburð íslenzkunnar.
Þjálfun og vinnu þarf til alls listþroska, og ekki getur mál-
ræktin verið nein undantekning. Ef hljóðfærasnillingar
og aðrir tónlistarmenn þurfa fyrir sína listgrein að stunda
þurra og þunga iðnvinnu með líkamsæfingum til að teljast
sannir listamenn, þá er skáldunum engin vorkunn að leggja
eitthvað á sig, er minna megi á slíka vinnu.
Nokkur dæmi um hendingar
og hrynjandi.
Nú skal reynt að skýra með nokkrum dæmum, hvernig