Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 237
Skírnir
Ritfregnir
235
öðrum rekstri 0,2 millj. kr. Ríkissjóður og Fiskimálasjóður lögðu
nefndinni til 3,8 millj. kr., en hrein eign hennar í árslok 1943 var
talin 2,3 millj. kr. Því fé, sem nefndin hefur ráðstafað, virðist þvi
ekki hafa verið illa varið.
Skýrsla þessi er þáttur úr hinni nýrri sögu islenzkra sjávarút-
vegsmála og þvi fengur að henni. Frásögn höfundar er mjög lipur
og frágangur góður. G. Þ. G.
Hallgrímsljóð. Sálmar og kvæði eftir séra Hallgrím Pétursson.
H.f. Leiftur, Reykjavík 1944.
Freysteinn Gunnarsson skólastjóri hefur annazt þetta úrval úr
kveðskap séra Hallgríms. Þar í eru allir Passíusálmar, fáeinir aðrir
sálmar og nokkuð af kvæðum. Bókin er snotur að frágangi.
Um þetta og önnur úrvöl úr kveðskap séra Hallgríms er ekki
annað en gott að segja. Þó er eitt að, sem þeir ágætu menn, sem
að þessu kveri stóðu, gátu ekki ráðið við, sízt á stríðstima: Það má
heita, að texti Passíusálmanna einn sé öruggur. Það er höfuðnauð-
syn, að efnt sé til vísindalegrar útgáfu alls kveðskapar séra Hall-
grims, útgáfu þar sem neytt er allra handrita, sem til eru, til að fá
sem frumlegastan texta og lagt er kapp á að skera úr því með rök-
um, hvað sé réttilega eignað séra Hallgrími. Ef slík útgáfa er vel
úr garði gerð, ætti að mega njóta hennar lengi og styðjast við hana
á þeim „Hallgximskverum", sem hver timi býr til eftir sinum þörf-
um og áhugaefnum. E. Ó. S.
Sagnakver. Efninu safnaði Snæbjörn Jónsson. H.f. Leiftur.
Reykjavík 1944.
„Sagnakver þetta er gefið út í tilefni af aldarafmæli Símonar
Dalaskálds og helgað minningu hans,“ segir á 6. bls. þess. Má heita,
að kjaminn sé það, sem frá Símoni segir. Snæbjörn Jónsson hefur
safnað því saman af miklum áhuga og fróðleik. Kemur hann víða
við í því, sem hann skrifar, og er sumt af því skrýtið.
E. Ó. S.