Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 233
Skírnir
Ritfregnir
231
Skálholtsbókar er upphaflegra! Höfundurinn sýnir, hvernig skýra má
mismuninn með því, að í Hauksbók sé forðazt að klifa á sömu orð-
um, reynt að gera orðalag skýrara, bæta um alþýðlegt orðalag o. s.
frv. Þannig kemur höfundur lögum yfir mismuninn. Um leið og allt
þetta gerðist, var sagan dregin saman og gerð gagnorðari. Einhver
merkilegasta athugunin í sambandi við þetta er sú, að styttingin
er mest í þeim kafla, sem Haukur lögmaður hefur sjálfur skrifað.
Auðvitað fer því fjarri, þegar bornir eru saman kaflar úr Hauks-
bók og Skálholtsbók, að alltaf liggi í augum uppi, hvoru megin
breytingin er — sbr. hinar skiptu skoðanir fræðimanna. En á sum-
um stöðum er styttingin efalaus — og hefði vel mátt fjalla meira
um þá —, og þegar þar við bætist, að skýra má afvik Hauksbókar
að öðru leyti, þá virðist mér lítill vafi á, að kenning höfundarins
eigi eftir að vinna fylgismenr. Hér er eitt þeirra dæma, sem menn
hafa veitt athygli í seinni tíð, að textar fomsagna hafi verið gerðir
gagnorðari í aðalhandritum vorum en þeir voru upphaflega. Af
öðrum dæmum skal ég nefna & af Egilssögu, sem sjálfsagt stendur
mjög nærri frumtexta hennar, borið saman við aðalhandrit hennar,
Möðruvallabók, en sá texti er styttur og fágaður (sjá útg. Sigurðar
Nordals). Á líkan hátt er texti Glúmu styttur í Möðmvallabók;
Vatnshyraubrotin og þáttur einn í Viga-Skútusögu gefa hugmynd
um frumtextann (sjá útg. G. Turville-Petres af Glúmu). Fleira
mætti nefna þessu líkt. Að sjálfsögðu gegnir ekki sama máli um
allar sögur (sbr. Gíslasögu og Ljósvetningasögu), en allsendis óal-
gengt hefur þó ekki verið stytting og fágun, svipuð þeirri sem
Eirikssaga, Egilssaga og Glúma sýna. Fræðimönnum hefur verið
ljóst, hvernig sagnastíllinn breyttist við tilkomu riddarasagna og
menningarumskipta upp úr lokum þjóðveldisins, en það sem þar
fer á undan, hefur mönnum verið gjamt að hugsa sér sem óbreyti-
legt og samfellt: klassiska sagnastílinn. En þessi ágæta rannsókn
og ýmislegt annað, sem ritað hefur verið á síðari árum, gefur bend-
ingu um, að hér hafi meiri hreyfing og þróun átt sér stað en áður
var talið, og greina megi fleiri stig en eitt í þeirri þróun. Rann-
sóknir á þessu em enn ekki nema dreifð drög, og mikil þörf er að
láta ekki sitja við svo búið. Það torveldar rannsókn Islendingasagna
í þessu efni, að handrit þeirra eru alla jafna ung og fá (hér er
vitanlega átt við miðaldahandrit eða igildi þeirra), en hér má hafa
mikið gagn af saihanburði við konungasögur og heilagra manna
sögur, sem sumar hverjar eru til í gömlum handritum. Hjá þeim er
líka fulltingis að vænta um tímatal stílþróunarinnar.
Aftan til í bók Dr. Janssons er langur kafli um Fóstbræðrasögu.
Svo stendur á, að hún er lika í Hauksbók og þar miklu styttri en í
öðrum handritum. Almennt hefur verið talið, að textinn væri þar
betri en í hinum, sem væru aukin. Höf. heldur því fram, að texti
Hauksbókar sé styttur, hverfandi litið í þeim kafla, sem fyrsti