Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 72
70
Jón Jóhannesson
Skírnir
þernur, sitt í hvorri næturgistingu, og sá (þó leynilega),
hversu þær voru líflátnar og á háls skornar. Þau hjónin
fundust aftur að heilbrigð, þó dáfurðanlega, og efldust að
fylgd og fé. En í hingaðsiglingu villtust [þau] til Græn-
lands og urðu þá kostar þurfi fyrir sitt fólk. Fyrst sem
hann gekk að sjó að litast til veiða, kom hann að einvígi
þeirra hvítabjarnar og rostungs, sem jafnast vinnast, nær
þeir hittast, og hafði síðan báða. Þeir Grænlendingar
veittu Birni bónda Eiríksfjarðarsýslu, meðan hann var
þar. Þá fékk hann um haustið í gjaftoll cxxx pör sauðar-
bóga með því þeim á að fylgja. Það lagðist Birni b[ónda]
þar næst til bjargar fyrir fólk sitt, að þar kom sú bezta
steypireyður með merktu skoti Ólafs Isfirðings af íslandi.
En síðast svo dugði, að hann hjálpaði tveimur tröllum,
ungum systkinum, úr flæðiskeri, þau er honum sóru trún-
aðareiða, og skorti hann eigi afla þaðan af, því þau dugðu
til alls veiðiskapar, hvað hann hafa vildi eður þurfti. Það
þótti skessunni sér mest veitt, þá er húsfrúin Ólöf lofaði
henni að handpa og leika sér að sveinbarni því, er hús-
frúin hafði þá nýalið. Hún vildi og hafa fald eftir hús-
frúnni, en skautaði sér með hvalagörnum. Þau drápu sig
sjálf og fleygðu sér í sjó af björgum eftir skipinu, er þau
fengu ekki að sigla með bóndanum Birni, sínum elsku
húsbónda, til Islands.
Þegar Björn Jórsalafari var í Grænlandi, þá var bisk-
upinn í Görðum í Einarsfirði nýandaður, og hélt þá einn
gamall prestur biskupsstólinn og vígði öllum biskupsvígsl-
um. Björn Jórsalafari kom við í Gunnbjarnareyjum, sem
liggja undan Isafjarðarmynni til útnorðurs. Hann varð
vís, að þar var byggð, en fékk viðvörun af stúlku einni í
kveðlingi að hætta þar eigi oftar á land fólki sínu. Með
honum var í för Einar fóstri, skáld hans og skemmtunar-
maður, er skemmta skyldi hvern sunnudag, þriðjudag og
fimmtudag, nær þeim þóttu skemmtunartímar vera.1)
1) Hér lýkur auðsælega ágripinu úr reisubókinni. í Skarðsár-
annál eru nokkur atriði úr henni, en nafn konu Bjarnar Einars-
sonar er þar leiðrétt í Solveig (Ann. Bmf. I, 149).