Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 35
Skírnir
Guðmundur Kamban
33
hennar í heiminum sterkari. Þetta kemur greinilega fram
í síðustu skáldsögunum: 30. Generation og Jeg ser et stort
skont Land. Fyrri sagan er nútímasaga, segir frá 30. ætt-
liðnum frá landnámsmönnum, en hin síðari segir frá ís-
lenzkum landnámsmönnum Grænlands og Vínlands. Að
báðum þessum verkum er unnið af kostgæfni og þó eink-
um hinu síðara, sem styðst við sögulegar rannsóknir, en
sem vænta mátti hneigðist hugur hans æ meir að sögu
þjóðarinnar. í stefnuskrá sinni hafði hann lýst yfir því,
að hann gæti aftur snúið sér að eigin þjóðlífi, þar sem
yrkisefnin biðu hans. Á þeim árum (1927 og síðar) er
hann þegar tekinn að velta fyrir sér sögulegum viðfangs-
efnum. Hann leysir nú af hendi það þrekvirki að skrá-
setja eftir heimildum, en í skáldsögu formi, sögu Brynj-
ólfs biskups Sveinssonar og Ragnheiðar Brynjólfsdóttur.
Sagan Skálholt kom út á árunum 1930—35 í fjórum bind-
um. I raun og veru er hér skrásett saga landsins á íöngu
árabili, framsett á skáldlegan og persónulegan hátt. Verk-
ið er svo yfirgripsmikið, að ekki verður gerð grein fyrir
því í stuttu máli. En allt þetta mikilfenglega söguefni brýt-
ur sig og kristallast í sjónleiknum um Ragnheiði Brynj-
ólfsdóttur (Paa Skálholt, 1934). Sjónleikurinn er þrung-
inn lífi og glitrar í litbrigðum margháttaðra skapgerðar-
lýsinga, en upp úr gnæfir ein kvenlýsing. Ragnheiður er
eins og sköpuð eftir höfði höfundarins, gáfuð og fögur,
stolt.og viljasterk, jafnoki föður síns, biskupsins. Ragn-
heiður leikritsins er fullkomnasta persónulýsing Kamb-
ans, og leikritið sjálft heilsteypt og stolt verk.
Þegar styrjöldin skall yfir, varð hljótt um ritstörf Guð-
mundar Kambans hér heima. Samgöngubannið tók fyrir
allar bókasendingar frá Norðurlöndum. Á skotspónum
fréttist, að hann hefði samið tvö ný Ieikrit, gefið út safn
ritgerða og þýðingar íslenzkra ljóða. Seint á þessu sumri
bárust svo hing:að leikritin Grandezza og Komplekser,
bæði gefin út á forlagi Gyldendals árið 1941. Síðara leik-
ritið hafði höfundurinn þýtt á íslenzku, og nefnist það í
þýðingunni Vöf. f báðum þessum leikritum bregður höf-
3