Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 197
Skímir
Papar
195
eflaust veitt seli, bæði vegna kjöts og þó einkum skinna,
og er víða á Papa-slóðum hér á landi skammt til ósa, þar
sem selveiði er. Eggjatekju hafa þeir og að sjálfsögðu
fært sér í nyt þar sem unnt var (hér á landi fyrst og
fremst í Papey). Á föstutímum átu þeir ýmiss konar jurt-
ir, svo sem smára (smærurnar), söl og purpurahimnu, er
þeir nefndu slabhacán, og er þaðan komið íslenzka orðið
slafak. — Hér á landi hafa þeir enn fremur að öllum lík-
indum aflað sér hvannaróta. Fiskveiðar, bæði í fersku
vatni og söltu, hafa þeir líka stundað. Beztur fiska þótti
þeim lax, og má geta þess um leið, að hylurinn Papi í
Laxá bendir á, að þeir hafi notfært sér hann hér; auk þess
eru nefndar fjórar „Laxár“ á Suðausturlandi (í Lóni,
Nesjum, Fljótshverfi og á Síðu), þar sem þeir höfðust
helzt við; væntanlega hefur lax gengið í þær forðum
daga, þó að nú sé það af. Ennþá meira munu þeir þó hafa
stundað silungsveiði, og hún kemur fyrst í hug manni,
sem staddur er á þeim stöðum, sem þeir höfðust við: þess
vegna sælast þeir til að sitja við ósa og ár; þeir sitja
nærri ósi Papafjarðar; hjá Papýlisfjalli (Staðarfjalli í
Suðursveit) eru silungsár, og þar er Fiskikelda austa'n
við, auk þess er silungur í lóninu meðfram ströndinni;
nærri Kirkjubæ eru bæði ósar og ár með silung í; loks má
benda á, að skammt frá Papafelli eru Fiskivötn og Reyðar-
vatn. Af fiskveiðum írskra dýrlinga fara miklar sögur;
margir þeirra voru fiskisælir og svo andheitir, að fiskur
gekk eða þvarr á ákveðnum stöðum að orðum þeirra.1)
Var þetta þá stundum dæmislíkt því, sem Landnáma segir
af Ásólfi kristna.
Þess er vert að minnast, þegar hugsað er til Papa, að
á dögum þeirra hefur verið mergð villtra dýra á þessum
norðlægu eyjum, og hafa þeir sjálfsagt getað lifað góðu
lífi þess vegna, ekki fleiri en þeir voru. Veiðarfæri hafa
þeir eflaust haft engu verri en þá tíðkaðist með írum.
Skip voru þar tvenns konar: tréskip og húðkeipar (á
1) Plummer, Vitae I c-ci; Baring-Gould, Lives of Saints XVI 292.
13*