Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 63
Skírnir
Líkingar, list og líf í skáldskap Hómers
61
ur eða hálslanga svani, sem leita sér fæðu fram með ein-
hverju fljóti“ (II. XY 688). Akkilles er „ákafasnar sem
dökkgrár veiðiörn, sem er allra fugla sterkastur og skjót-
astur“ (II. XXI 251). Hinu mikla vænghafi arnarins líkir
Hómer við vel læsta og vel fellda hurð „á háræfruðu húsi
auðugs manns“ (11. XXIV 316). — Haukurinn er líka
eftirlæti Hómers. Guðirnir fara sem „skjótfleygir hauk-
ar“. Posídon landaskelfir hvarf burt frá þeim „sem skjót-
fleygur haukur, er hefur sig til flugs upp af ógna háum,
ógengum hamri og þýtur yfir undirlendið til að elta aðra
fugla“ (II. XIII 62). Apolló „fór ofan af ídafjöllum líkur
fráum hauki, dúfnabana, er fljótastur er allra fugla“ (II.
XV 236). Patróklus í vígamóði er „líkur snörum hauki,
er rekur á flótta krákur og stara“ (II. XVI 581). Á mið-
öldum voru fálkar notaðir til að veiða áðra fugla. Eitt-
hvað slíkt kemur fram í líkingu einni í Ódysseifskviðu
(XXII 302), þótt tæplega geti þar verið um tamda fálka
að ræða: „En hinir voru eins og klóbjúgir, bjúgnefjaðir
haukar, sem koma af fjöllum ofan og steypa sór niður á
smáfugla; fuglarnir þora þá ekki að vera uppi undir skýj-
unum og vilja þjóta niður á láglendið, en haukarnir
stökkva á þá og drepa þá, verður þar engi vörn fyrir og
ekkert undanfæri, en mennirnir hirða fuglana, sem niður
detta, og þykir vænt úm.“ Víðar koma ránfuglar fyrir í
líkingum hjá Hómer: Bændur hafa steypt undan ránfugl-
um (Ód. XVI 216), gammar fljúgast á uppi á háum kletti
(II. XVI 427), smyrill eltir stygga dúfu (II. XXII 139).
Að öðrum fuglum er vikið á fáeinum stöðum. Bæði koma
farfugla og brottför virðast frá alda öðli hafa léð ímynd-
unaraflinu vængi. Fræg er líkingin hjá Hómer af trönum
og Pýgmeum (11. III 1): „En er þeir höfðu skipað sér í
fylkingar hverjir með sínum fyrirliðum, þá gengu Tróju-
menn með glaum og háreysti sem fuglar í þá líking sem
glaumur mikill verður undir himinhvolfinu af trönum
þeim, er flúið hafa undan vetrarnauð og stórhríðum,
fljúga þær þá með glaumi miklum út að Ókeansstraum-
um, færa á hendur Pýgmeum bana og feigð og hefja að