Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 75
Skírnir
Reisubók Bjarnar Jórsalafara
7$
Ólöf, en Skarðs-Ólöf, hústrú Björns Þorleifssonar hins
ríka, var Loftsdóttir . . .“x)
e. Grærilandscmnáll Jóns lærða Guðmundssonar:
„Þá er Björn Einarsson með sinni hústrú Ólöfu sigldi
landa á meðal og hlaut að gista í Grænlandi, hafði hann
sýslu í Eiríksfirði að vild Grænlendinga. Þaðan frá hefur
sjaldan sannspurt verið af Grænlandi.
Sami Björn b[óndi] Einarsson úr Vatnsfirði kom einn-
tíma við Gunnbjarnarsker eður -eyjar. Einn með hans
mönnum var Einar fóstri, gott skáld. Hann (þ. e. Björn)
sendi menn sína átta á eyna þá stærstu. Þeir skyldu þar
talið hafa átján bæi, en þorðu ekki að kanna. Þar skyldu.
verið hafa fimm stórar eyjar, allmargar smærri.
Svo er það annál hljóðandi,að sami Björn Einarsson hafi
andazt suður á landi í Hvalfirði, en liggur í Skálholti.“ 1 2)
Eigi verður séð, að meira efni hafi varðveitzt úr reisu-
bókinni en það, sem er í þessum köflum. Að vísu segir-
Guðmundur Andrésson nokkru rækilegar frá viðkomu
Bjarnar í Gunnbjarnareyjum og kemur með vísu þá, er
stúlkan á að hafa kveðið:
Gisti sá engi
hjá Gunnbirni,
sem góð hefur klæði
og gripu væna.
Svelgur hann sína gesti,
sem svín étur grísi.
Og dillindó.
En mestar líkur eru til, að um farandsögn sé að ræða,.
sem Guðmundur hefur ímyndað sér, að ætti hér við. Hann
hefur vafalaust ekki þekkt reisubókina, heldur einungis
Grænlandsannál Bjarnar á Skarðsá.3)
1) ísl. fbrs. III, 435. bls.; JS. 107, 4to (eftirrit eftir Stockh.
Papp. nr. 64, fol.). Texti þessa kafla hefur eigi verið prentaður
eftir frumritinu, og ég hef eigi haft aðgang að því.
2) fsl. fbrs. III, 438. bls. — Annállinn er í AM. 770c, 4to (brot?),-
Stockh. Papp. nr. 64, fol. (eftirrit í JS. 107, 4to) og ÍB. 278b, 8vo.
3) ísl. fbrs. III, 438—439; sbr. Jón Árnason: fsl. þjóðs. II, 116—
117; Huld (2. útg.) I, 233—234.