Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 213
Skímir
Um jarðabók Á. Magnússonar og P. Vídalíns
211
úr þeim héruðum, sem fjær eru biskupsstólunum og Bessa-
staðavaldinu, þá eru 3 sjálfseignarbændur í Miðfjarðar-
hreppi og jafnmargir í Svínavatnshreppi í Húnavatns-
sýslu. Litlu skárra virðist ástandið hafa verið í Mýra-
sýslu: í Stafholtstungum eru 7 sjálfseignarbændur, í
Borgarhreppi 2, í Álftaneshreppi 10.
Allur þorri bænda voru því leiguliðar, og var þannig
að þeim búið, að reynt var að hafa sem mest fé af þeim.
Kúgildum var hlaðið á jarðirnar eins og frekast var unnt.
Yar það auðvitað nokkur hægðarauki þeim leiguliða, sem
hóf búskap félaus, en jafnframt var þá nokkurn veginn
skotið loku fyrir það, að hann gæti orðið sjálfstæður efna-
lega. Við athugun nokkurra 20 hundraða jarða, sem tekn-
ar voru af handahófi í meira en 30 hreppum í 11 sýslum,
kemur í ljós, að á flestum jörðunum eru 4, 5 eða 6 kúgildi,
minna á nokkrum, en meira á sumum, allt upp í 9 kúgildi.
Hefur boginn verið spenntur sumstaðar svo hátt, að lands-
drottinn hefur orðið að vægja til: „Leigukúgildi 4, áður
fyrir 10 árum 5, fyrir 15 árum 6, fyrir 50 árum 7; því
aftur fært, að ekki byggðist ella“ (IV, 383). Á öðrum
stað: „Leigukúgildi 4, áður fyrir 7 árum 8; því aftur fært,
að ekki byggðist ella“ (II, 140). Um einn jarðarpart segir
svo (VI, 326): „Þar fóðrast kvígildin og ekkert meir.“
Ennfremur (VI, 289): „Jón Steingrímsson, sem þá var á
Siglunesi, tók til leigu hest af Guðrúnu Eggertsdóttur. Sá
hestur .dó í megurð vegna heyleysis. Leigði hann svo hest-
inn dauðan í .5 ár, og betalaði hann þar eftir með 6 vætt-
um, sumt í kaupstað, sumt heim. Hann hefur og í 17 ár
leigt dauðar 12 ær Guðrúnar og svarað þeim út. síðan öll-
um ungum. Item 2 kýr dauðar í 4 ár, og svarað síðan út
ungum.“
Nefndarmenn rannsökuðu kjör leiguliða, eins og þeim
var falið, og segir Páll Vídalín svo í Aldarfarsbók: „. . .
kom þeim saman, að ranglátar meðferðir þeirra, sem ráð
höfðu yfir jarðagóssi (andlegir yfir andlegra góssum,
kóngsins forléningamenn yfir kóngseignum og proprie-
tarii yfir sínum eignum), væri ein með þeim stærstu or-
14*