Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 177
Skírnir
Papar
175
missa völd sín. Eigi að síður breiddist kristnin út og festi
rætur í landinu, og er stundir liðu, náði hún þar miklum
þroska. Brátt hófst þar klaustralifnaður, og urðu klaustr-
in miðdeplar í trúarlífi og jafnvel stjórnmálalífi landsins.
Skólar og bókmenntaiðja blómgaðist þar, svo að um tíma
urðu írskir klerkar einhverjir mestu fræðimenn Vestur-
landa. Vegna komu Engilsaxa og margvíslegra umbrota
á meginlandinu einangraðist írska kirkjan og fékk sér-
stakt snið. Páskareikning höfðu írskir klerkar lengi vel
annan en tíðkaðist í Róm, „tonsúra" þeirra eða hárskurð-
ur var og annar: hárið var rakað framan til á höfðinu,.
en var látið vaxa að aftan, og tíðkaðist þetta hvorttveggja
meira eða minna fram yfir 700. Klaustrin voru í nánum
tengslum við ættbálkaskipulagið, oft fór saman ábóta-
dæmi og veraldlegt vald, og í mörgum greinum voru bisk-
upar undirgefnir ábótunum. Algengt var, að kirkjuleg
embætti gengju í ættir, og ábótar voru oft valdir af ætt-
mönnum þess dýrlings, er klaustrið stofnaði. Þrátt fyrir
þessi áhrif frá þjóðfélagi leikmanna var trúaralvaran
mikil, reglurnar strangar og vilji ábótans lög. Mikinn hug
lögðu klerkarnir á trúboð og fóru víða um lönd í þeim er-
indum; trú boðuðu þeir hér og þar á Englandi, og írskur
klerkur var aðaltrúboði Skotlands, Columba eða Kólum-
killi (Columcille, kirkju-Columba). Hann stofnaði 563
klaustur í Eynni helgu í Suðureyjum (í eða Icolumcill, nú
oftast nefnd Iona) og rak þaðan trúboð í Skotlandi, sem
lærisveinar hans og aðrir héldu áfram. Von bráðar fóru
líka hinir herskáu íbúar Orkneyja og Hjaltlands að kynn-
ast kristni, og hafa þeir án efa allir verið kristnir, þegar
víkingaferðir hefjast úr Noregi í lok 8. aldar.
Ekki létu allir sér nægja þá þjónustu við guð, sem
klaustralifnaðurinn veitti. í klaustrunum var oft mann-
margt, starfsamt og mikið samband við umheiminn. Frá
því kristni kom til írlands, virðast hafa verið þar ein-
setumenn, sem lögðu á sig meiri meinlæti en aðrir, leituðu
sér einveru og iðkuðu mest íhugun guðlegra hluta. Stund-
um slógust þessir einsetumenn þó í flokka, voru þetta sex