Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 36
34
Lárus Sigurbjörnsson
Skímir
undurinn fyrir sig torveldu formi gamanleiksins. Áður var
þess getið, að hann hefði beitt hárfínu skopi í gamanleikn-
um „Derfor skilles vi“. Hér kennir svipaðra grasa, og þó
kröftugri náttúru, í Grandezza. Gamanleikurinn Vöf er
bráðsmellinn samsetningur um ástir og afbrýði, eins kon-
ar „Denkspiel“ með tilbrigðum eftir sálsýkiskenningum
Freuds. Ádeilan er létt, en stíllinn gjörhugsaður og fág-
aður. Er verulegur fengur að leikriti þessu fyrir leiksvið
vort, sem er svo fátækt að léttari viðfangsefnum. Gran-
dezza er að öllu leyti veigameira leikrit. Það segir frá
ítölskum stríðsfanga, sem snýr heim eftir 15 ára dvöl í
fangabúðum. Hann hefur tapað minninu, og enginn veit,
hver hann er. Tvær konur keppa um hann, þykjast þekkja
hann báðar, og verður mikið málastapp úr því, hvor eigi
manninn að réttum lögum. Að einhverju leyti er þessi
málaflækja tekin eftir ítölskum málaferlum, Canella-
Bruneri-málunum, en meðferð höfundarins er annars óháð
sögulegum atvikum. Undir hinu fágaða yfirborði leiksins
er sterk undiralda biturs háðs, sem bitnar ekki hvað sízt
á nútíma blaðamennsku og auglýsingabraski. Ef rétt er
lesið, er leikrit þetta skörp ádeila. Minnir hún nokkuð á
ádeiluna í öðrum meistaralegum gamanleik, The Play-Boy
of the Westem World eftir Synge, og þó allt aðrar leiðir
farnar til að sýna andstyggð gervimennsku og yfirdreps-
háttar. Leikrit þetta verður ekki mælt á annan kvarða en
þann, sem tekinn er gildur fyrir fremstu leikritahöfunda
nútímans. Leikritið er með sanni það, sem öðru leikriti
var ætlað að vera: lokahlekkurinn í leikritafesti mennt-
aðasta leikhússmannsins, sem Island hefur alið.
Þá viðurkenningu hlaut Guðmundur Kamban héðan að
heiman fyrir ritstörf sín, að hann var sæmdur prófessors-
nafnbót 1934 og kjörinn heiðursfélagi Bókmenntafélags-
ins 1937. En það lifði hann ekki, að honum yrði boðin
forstjórastaðan við Þjóðleikhúsið. Til þeirrar stöðu var
hann sjálfkjörinn.