Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 217
Skímir
Um jarðabók Á. Magnússonar og P. Vídalíns
215
„Það skal vera 20 hdr. jörð, sem ríflega ber 20 kúgildi
í meðalári. 6 af þeim kúgildum og 2 þriðjunga hins sjö-
unda skal hún fóðra með gjöf frá Dionysiusmessu, þann
9. octbr., og til föstudagsins í fardögum, svo þó að úti-
gangs njóti bæði naut og lömb um haust og vor svo sem
í meðalári.
En þessi 6% skulu vera 5 kýr, 1 ungneyti og 12 lömb.
(Kúgildi með 20 hdr. jörðu mega ekki vera færri en 4 og
ei fleiri en 5.) Eitt ungneyti og 5 lömb skulu taka upp
kýrfóður, en 7 af lömbunum kalla eg % eins kúgildis.
13 og einn þriðjung hins 14. skal hún fóðra svo, að hest-
um, sem hér skulu vera 5, skal ætla mánaðarfóður; en
ásauð, sem vera skulu 50 ær, skal ætla 6 vikna fóður, frá
miðgóu til sumars. (Þá er ásauður þyngstur á fóðri.)
En þá er 5 hestum ætlað mánaðarfóður, er fyrir þá eru
lagðir 20 málbandshestar af sumarheyi fóðurgæfu. En þá
er 50 ásauðar ætlað nóg fóður frá miðgóu til sumars, er
hverjar 10 ær hafa 6 málbandshesta af sumarheyi fóður-
gæfu, það er til samans 30 málbandshestar, en 45 af al-
mennu sumarbandi; skal þá að haustnóttum ætla 9 hesta
fóðurgæfs útheys hverjum 10 ám til vetrarbjargar. Ekki
er meðalár, ef meira þarf að gefa en nú er sagt, því að
þótt ásauður standi á garði nótt og dag frá miðgóu til
sumars, þá er honum nóg áðursagt fóður. Það er kallað
meðalár, er svo viðrar á hausti, að geldar kýr ganga á
haga daglega til allraheilagramessu, og svo geldnaut öll,
en hafa þó gjöf þar með í annað mál; en svo á vori, að
sauðgróður sé kominn á Hallvarðsmessu og geldnaut
gangi í haga þaðan í frá með gjöf í annað mál. Nautgróð-
ur sé kominn í fardögum, og megi þá mjólkurkýr úti
liggja, en sauðfé allt með sumri; ei er meðalært ella.
Það er kýrfóður nægilegt, að 20 málbandshestar eru
ætlaðir kú hverri, eður 30 hestar af almennu sumai’bandi.
Það er nytgæft hey, er mjólkurkýr hafa fulla nyt af,
svo sem þeim er lagið, hvort heldur það er taða eða úthey.
Það heitir fóðurgæft hey, er geldur peningur, naut, hestar
og sauðir (að fráteknum lömbum) — sem þá eru sæmi-