Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 67
Skírnir
Líkingar, list og líf í skáldskap Hómers
65
í fjöllum, koma fyrir í ýmsum líkingum. Vér stöndum
með smölunum og hlustum eftir þessum ógnarnið í gljúfr-
unum (II. IV 452). Fellibyl lýstur í sjóinn með ógurleg-
um gný og hvítfyssandi holgeiflur rísa hver á fætur ann-
arri (II. XIII 795), eða hafaldan rís úti á rúmsjó, knúin
fram í vestanstormi, unz hún brotnar við útskagana (II.
IV 422).
En öllum veðrum slotar um síðir. Seifur eldingaguð
feykir þykkum skýjum af háum fjallatindum, svo að oss
gefst sýn um múla og dali, „því þá rofar í hið ómælilega
uppheimsloft“ (II. XVI 297). Tunglskin er, himinn al-
stirndur og heiður, „þegar uppheimsloftið er vindlaust",
og hjarðmaðurinn gleðst af því í huga sínum: „eins marg-
ir voru eldar þeir, er Trójumenn kyntu, og sást brenna
þeirra framan Ilíonsborgar milli skipanna og Ksanþus-
strauma; voru þúsund eldar kyntir á vellinum, en hjá
hverju báli sátu fimmtíu menn við loga hins brennandi
elds; en hestarnir stóðu við kerrurnar og átu hvítt bygg
og einkorn og biðu hinnar stólprúðu Morgungyðju“ (II,
VIII 555).
Ýmsir hafa veitt því athygli, hve margar líkinganna
hjá Hómer bregða upp myndum af eldi. Menn hafa séð
þar í eins konar tákn um hinn logakvika anda skáldsins.
Það er sem allt verði eldfimt, sem Hómer kemur í námunda
við. Hendur hetjunnar eru „sem eldur og hugur sem blik-
andi járn“ (II. XX 371), ljómann af hinum skínandi eir-
vopnum leggur til himins sem bjarmann af miklum skóg-
areldi (11. II 455), sjófarendur sjá utan af rúmsjó bjarma
af kveiktum eldi (II. XIX 375), og svona mætti lengi
telja.
Veður öll voru válynd fyrir öryggi manna á söguöld
Grikkja. Jafnvel þótt menn byggju innan múra einhverr-
ar borgar á hömrum luktri hæð, gat það borið að hönd-
um, hvenær sem var, að grimmir víkingar steyptu sér
yfir hana sem valur á dúfu. Þá varð hvert mannsbarn að
duga hinu sameiginlegu foreldri allra, hinni elskuðu ætt-
borg, því að ömurlegt var hlutskipti hinna sigruðu. Skýrri
5