Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 231
Skírnir
Ritfregnir
229
Það er nógu gaman að sjá, að á sama árinu koma út tvær bækur
með sama nafni að kalla og fjalla um skyld efni, önnur vestur í
Ameríku, hin í Svíþjóð (sjá hér á eftir í ritfregnunum). Þær sýna
vel, hve mikilsverðar mönnum þykja vera hinar fornu íslenzku frá-
sagnir af fundi Vesturheims. Þegar þær eru bornar saman, hygg ég
líka, að af þeim megi greinilega ráða, að nokkuð sé enn óskrifað,
áður en allir eru á einu máli um þessi rit.
Bók þessi ;r 30. bindi ritsafnsins Islandicá, sem gefið er út af
Cornellháskóla og fjallað hefur jafnan um íslenzk efni. Ritsafn
þetta hefur annazt prófessor Halldór Hermannsson, og hefur þar
komið út margt merkilegt, og allt frá hans hendi; þar á meðal eru
hinar ómetanlegu bókfræðiskrár, sem ekki má án vera, ef stunduð
eru íslenzk fræði.
I þessu bindi af Islandica er útgáfa þeirra fomu íslenzku texta,
sem fjalla um Vínlandsferðirnar eða snerta þær, fyrst og fremst
Eiríks saga rauða (líka nefnd Þorfinns saga karlsefnis) og Græn-
lendingaþáttur, en auk þess margvíslegt smælki úr öðrum ritum.
Tilgai;gur Halldórs Hermannssonar er fyrst og fremst sá, að. sjá
þeim mönnum, sem vilja rannsaka þessi efni, fyrir vísindalegri út-
gáfu af frumtextunum, þar sem útgáfur Storms og Reeves em upp-
gengnar, en þýðingar hæpnar og misjafnar. Þar sem fleiri handrit
eru til af sögu en eitt, er neðanmáls tekinn upp orðamunur, og aft-
an við hvert rit eru fróðlegar athugasemdir til skýringar á einstök-
um, mikilsverðum atriðum, en framan við allt er sameiginlegur
inngangur. Inngangur og skýringar eru á er.sku, og er bókin að því
leyti aðgengilegri útlendingum en útgáfa Fornritafélagsins.
í Eiríks sögu rauða er farið eftir texta Hauksbókar, sem útgef-
andinn telur betri og frumlegri, eins og margir gera, en orðamunur
er greindur úr AM 557, 4to. Um þá staði, þar sem mest ber á milli,
getur útgefandi þess til, að skrifari síðara handritsins hafi farið
eftir gloppóttu frumriti og fyllt út eftir minni.
Aðalritin um Vínlandsferðirnar, Eiriks saga rauða og Grænlend-
ingaþáttur, segja harla ólíkt frá þessum atburðum. Hvernig er þá
hægt að átta sig á sannindum frásagnanna? Menn hafa yfirleitt
farið þá leið að reyna að meta gildi hvorrar heimildar um sig. Eiríks-
saga virðist miklu skilmerkilegri. Margir fræðimenn hafa því fest
trúnað á frásagnir hennar og tekið hana hreinlega fram yfir Græn-
lendingaþátt. Svo gerði Finnur Jónsson, svo gerði Matthías Þórðar-
son, svo gerir Halldór Hermannsson. Hann heldur því fram, að
meginhluti þáttarins, sem segir frá svipuðu efni og Eiríkssaga, sé
eftir rugluðum arfsögnum, og af því sem þátturinn hefur fram
yfir, sé annar kaflinn, saga af för Freydisar og illvirkjum hennar,
soðinn saman eftir frásögn af för Snæbjarnar galta (sem Land-
náma segir frá). — Mér hefur alltaf fundizt allur þorri fræðimanna
vilja einfalda fyrir sér meira en gott er þetta mál. Oft hafa menn