Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 220
218
Pétur Sigurðsson
Skímir
hliðsjónar við nýtt mat á jörðum, er grundvöllur yrði
nýrrar jarðabókar. Því að verk þetta er í raun réttri ekki
jarðabók í venjulegri merkingu þess orðs, heldur lýsingar
á jörðunum og skýrslur, sem jarðabók mætti semja eftir.
Stjórnin átti líka árum saman í stappi við Árna Magnús-
son til þess að fá hann til að vinna úr þessu efni, en hann
þybbaðist við, og varð aldrei löggilt jarðabók úr þessu.
IX.
Jarðabókin var varðveitt í ríkisskjalasafni Dana, en
var afhent Þjóðskjalasafninu árið 1928, ásamt ýmsum
öðrum skjölum og handritum. Því miður er hún ekki leng-
ur heil; í hana vantar Múlasýslur og Skaftafellssýslu. Er
litlum vafa bundið, að Árni Magnússon hefur haft þenn-
an hluta jarðabókarinnar hjá sér árið 1728, þegar Kaup-
mannahöfn brann, og hefur þetta þá orðið eldinum að
bráð, eins og margt annað.
Hið íslenzka fræðafélag í Kaupmannahöfn hóf útgáfu
jarðabókarinnar árið 1913, og var útgáfunni lokið 1943,
réttum 30 árum síðar. Er jarðabókin gefin út í 11 bind-
um, flest á fimmta hundrað blaðsíður að stærð í stóru
8 blaða broti. tJtgáfan er mjög vönduð og nákvæm í alla
staði, letrið skýrt og skrár um staðanöfn og manna með
hverju bindi. Ráðgert er að gefa út enn eitt bindi, hið
tólfta, og verða þar prentuð öll skjöl varðandi jarðabók-
ina og tildrög hennar, hverjir ritað hafi o. fl. Ennfremur
munu prentuð þau drög, sem til eru um Skaftafellssýslu
og loks efnisregistur alls verksins.
Útgáfu verks þessa annaðist Bogi Th. Melsted, forseti
Fræðafélagsins, meðan hans naut við, en síðan dr. Björn
K. Þórólfsson og Jakob Benediktsson, en þó hafa fleiri
lagt hönd að verki, útgefendunum til aðstoðar.
Jarðabókin er merkasta heimildarrit um hag landsins
á 17. og 18. öld. Það var hið mesta þarfaverk að koma
henni á prent, og jafnframt stórvirki. Er skylt að votta
Fræðafélaginu þakkir fyrir að hafa ráðizt í það og leyst
það svo myndarlega af hendi.