Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 80
78
Jón Jóhannesson
Skírnir
Eftir eru þó sterkustu rökin. Samanburður á ágripmu
og frásögnum Jóns lærða (c, d og e) leiðir í ljós miklu
meiri skyldleika en vænta mætti, ef ágripið er skrifað
með reisubókina við höndina, en frásagnir Jóns eftir
minni, eins og hann segir sjálfur. Missagnir eru engar.
Munur á efnismagni er mjög lítill, þótt ágripið sé hóti
rækilegast. I c og d er ekkert efnisatriði, sem rekja má til
reisubókarinnar, fram yfir það, sem í ágripinu stendur.
1 e er hins vegar sagt nokkru rækilegar frá Gunnbjarnar-
eyjum. Auðvitað hefur ekki vakað fyrir Jóni lærða að
segja allt, sem hann mundi, um ferðir Bjarnar Jórsala-
fara hvert sinn, er hann minntist á hann, og í c tekur
hann fram, að hann viti meira um Björn en hann skrifar
þar. Miklu athyglisverðara er þó, að á ágripinu og frá-
sögnum Jóns lærða er oft sama eða svipað orðalag. Um
það er þarflaust að nefna dæmi. Lesendur geta fljótlega
glöggvað sig á því sjálfir, þar eð um smákafla er að ræða.
Það er harðla furðuleg tilviljun, ef Björn á Skarðsá hefur
tínt úr reisubókinni sömu atriði að heita má, sem Jón
lærði mundi, og enn furðulegra þó, ef Björn hefur hitt á
að nota sama eða svipað orðalag sem Jón, úr því að hann
skrifaði reisubókina ekki upp orðrétt. Mér hefur komið
til hugar sú skýring, að Jón lærði hafi þekkt Grænlands-
annál Bjarnar eða ágripið sjálfstætt og það sé reisubókar-
kornið, sem hann talar um. En ágripið er alltof stutt til
þess að mega heita reisubókarkorn, og auk þess hefur Jón
þá ekki munað næsta lítið úr því (sbr. d), heldur nærri
því allt. Fremur má vera, að Jón hafi þekkt Grænlands-
annálinn, en þess sjást engin merki, enda óþarft að gera
ráð fyrir því, úr því að hann vísar alltaf til reisubókar-
innar. Mér virðist því vafalítið, að Jón lærði sé höfundur
ágripsins, enda er hann hinn eini fræðimaður á 17. öld,
sem vitað er um, að séð hafi reisubókina.
Hér má enn geta þess, að Björn á Skarðsá hefur það
eftir fróðum mönnum, að Einar fóstri hafi kveðið Skíða-
rímu. Hverir voru hinir fróðu menn? Á hann ekki fyrst