Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 211
Skímir
Um jarðabók Á. Magnússonar og P. Vídalíns
209
Annan afrétt á jörðin á sunnanverðu Víðidalsfjalli, mill-
um Róðuskarðsár að austan og norðan, en Kaldalækjar
yzta að vestan og norðan. Hún hefur að fornu brúkazt
fyrir hross og geldnaut, en síðan peninga þurrðaði, brúk-
ast lítt eður ekki.
Torfrista og stunga er hjálpleg. Móskurður til eldiviðar
nægur. Rifhrís er mjög að þrotum komið, svo kolgjörð
þarf til að fá.
Lax- og silungsveiðivon góð, bæði í Víðidalsá og Fitjá;
iðkast nú lítt og mörg ár því að litlu gagni. Silungsveiði-
von í fjallavötnum góð, brúkast margt ár ekki. Eggvers-
von af álft á fjalli lítil; hefur í margt umliðið harðindaár
að öngvu gagni verið. Fuglveiðivon í sama máta. Grasa-
tekja, sem áður hefur næg verið, fer mjög til þurrðar, því
hana brúka margir í orlofslausri ofdirfð. Hvannatekja og
róta næg, en brúkast ekki. Berjalestur er þrotinn.
Reka á jörðin allan fyrir Geitafelli á Vatnsnesi, hálfan
viðarreka fyrir Syðri-Stöpum, hvalreka fyrir hverutveggj-
um. Aðra þá reka, sem máldagarnir eigna kirkjunni, fyrir
Illugastöðum, Sauðadalsá og Þremi á Vatnsnesi, sem eru
Þingeyraklaustursjarðir, hafa landsdrottnar ekki náð að
halda yfir 100 ár fyrir stórmennsku þeirra, er Þingeyra-
klaustur haldið hafa.
Túninu spillir mýri. Engjum spillir Víðidalsá. Hætt er
húsum og heyjum fyrir stórviðrum, og hafa því hveru-
tveggjum grandað. Rekhætt er kvikfé fyrir stórviðrum,
og hefur mjög oft að meini orðið. Hætt er hestum fyrir
forvöðum, ef þeir á fjalli ganga. Vatnsból fyrir kvikfé er
illt og þrýtur oft um vetur til stórmeina."
Af þessu sýnishorni, sem þó er í nákvæmasta lagi, má
sjá, að jarðabókin geymir geysilegan fróðleik um hag þjóð-
arinnar á þessum tíma. Þarna eru meira en tveggja alda
gamlar búnaðarskýrslur, að sumu leyti miklu fyllri en
búnaðarskýrslur vorra tíma, en aftur ófullkomnari í öðr-
um greinum. Til dæmis mundi oss langa til að vita um
húsakost jarðarinnar, túnstærð, töðufall og annan hey-
skap, en jarðabókin getur þess aðeins, hve mikinn kvik-
14