Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 176
174
Einar 01. Sveinsson
Skírnir
Ekki gat hjá því farið, að mikil áhrif bærust smám
saman sunnan að til Pétta, og hvaða tunga sem á þessum
tímum var töluð í löndum þeirra, er allt orðið keltneskt,
þegar fyrst er farið að rita sagnarit á Skotlandi. Drýgst
urðu áhrifin frá írlandi. Um 500 e. Kr. er komið írskt
konungsríki í Suðvestur-Skotlandi (Dal Ríada), og eykst
veldi þess með tímanum, og verður írskan, er stundir líða,
aðalmál landsins (gaeliska). Áður var Skotía nafn á Ir-
landi, nú færist það yfir á hið forna Péttland, og hafa
norrænir víkingar eflaust mótað nafnið Skotland, alveg
eins og nafnið írland.
Um sjóferðir Pétta norður í höf er allt ókunnugt, nema
að þeir tóku sér bólfestu í Orkneyjum og á Hjaltlandi,
hvorki sögulegar heimildir né fornleifar vitna um farir
þeirra lengra norður. Þó má telja lítt hugsanlegt annað
en þeir hafi þekkt Færeyjar. Víst er, að þær voru snemma
á 8. öld orðnar aðseturstaður annars fólks, sem ekki var
eins líklegt til harðræða eða erfiðra sjóferða, en það voru
írskir einsetumenn, og mun ég nú þessu næst segja nokk-
uð frá þeim.
IV.
Kristni kom allsnemma til Bretlands eins og annara
hluta Rómaveldis, og á 4. öld, þegar kristnin varð ríkis-
trú, átti svo að heita, að sá hluti Bretlands, sem Rómverj-
ar réðu, yrði kristinn. En síðan hrundi Rómaveldi, og
heiðnar þjóðir, Saxar og Englar, settust að á Englandi.
Kristni hélzt þó meðal Breta, í vestanverðu landinu. Irland
var þá allt heiðið, réðu þar margir fylkiskonungar ríkj-
um, en fylkin skiptust aftur í héröð eftir ættkvíslum, og
virðist margt hafa verið býsna forneskjulegt í menningu
íra. Eitthvað lítillega fóru þeir brátt að kynnast kristni,
og árið 432 fór Patrekur hinn helgi kristniboðsferð til Ir-
lands, og bar starf hans mikinn og skjótan árangur; marg-
ir höfðingjar landsins tóku trú, og breiddist hinn nýi sið-
ur fljótt út. Þó var við ramman reip að draga, þar sem
voru hinir heiðnu prestar, drúídarnir, sem ekki vildu