Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 142
140
Eyjólfur Guðmundsson
Skírnir
en ég sit alltaf heima.“ Þá var ég feginn, er þaðan var
farið, svo var lyktin vond í bænum og óhugnaðarlegt.
Sagði ég svo ömmu, þegar heim kom, að ljót væri Geir-
dís í Kotinu — það freyddi út úr henni munnvatnið, þeg-
ar hún talaði, og stundum ætlaði hóstinn að kæfa hana.
Amma var reið, bað mig að segja ekki svona ljótt; engin
manneskja væri ljót af Guði sköpuð, en þeim, sem skemmdu
Guðs verk, væri mikil vorkunn. Sagði hún mér þá, sem
oft síðar, frá mönnum, er afskræmdu sig, hermdu eftir
og vendu sig á Ijótt orðbragð, þeir aflöguðu guðsmynd-
ina og biðu tjón, bæði á sál og líkama. Það væri ógæfu-
vottur að setja út á fólk. Hún sagði frá óþekkum ungling-
um, sem hvorki vildu læra gott né hlusta með andakt hús-
lestrum, hvernig þeir yrðu leiðir góðum mönnum og entu
sína ævi í eymd. Námfús og hlýðin börn væru ævinlega
í „varatekt" Guðs og þekk öllum, sem þau væru með. Þeim
léti Guð allt snúast til góðs. Upp á þetta hljóðuðu svo sög-
urnar og kvæðin hennar.
Svo hugfanginn var ég oft undir orðræðum ömmu, að
væri kallað til mín að hlaupa snúning, hrökk ég við og
vaknaði úr eins konar leiðslu. Frásögnin var svo Ijós, að
maður komst inn í söguumhverfið. Helgra manna sögur
voru átakanlega bitrar. Og kvæði einu man ég eftir, sem
var um kristna yngismey, er heiðinn greifi vildi taka
frillutaki. Stúlkan varðist, og eftir margvíslegar þjáning-
ar og myrkvastofuvist var hún dæmd til að brennast á
báli. Reynt var þá til að múta henni með fögrum loforð-
um, en hún sagði Kristur væri brúðgumi sinn. Þegar hún
svo var leidd að bálinu, var hún glöð og söng lof Guði; þá
skeði undur mikið, er stúlkan var bundin á bálköstinn og
kynt undir: tvær dúfur snjóhvítar svifu ofan úr himin-
geimi og niður í reykinn og logann; brátt svifu þaðan
upp aftur þrjár dúfur og hurfu í bláhiminhvolfið. Heið-
ingjum brá svo við sýn þessa, að greifinn og öll hans hirð
tók kristna trú. Síðan hef ég séð í handritum sum þessi
helgikvæði, svo sem: Agnesarkvæði, Verónikukvæði, Tólf-