Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 91
Skírnir
Reisubók Bjamar Jórsalafara
89
einhver maður hverfi úr bréfagerðum um tíma. Hvort
tveggja er, að tilviljun réð því, hvenær bréf voru gerð, og
auk þess er fjöldi bréfa frá þessum tímum glataður.
Gagnslitlar eru því bollaleggingar um, hvort Björn Þor-
leifsson hafi getað hrakið til Grænlands á öðrum tíma en
þessum.
Um páfabréfið þarf ekki að fjölyrða. Lengi vel var því
trúað sem sögulegri heimild um Grænlendinga hina fornu,
þótt örðugt væri að skýra ýmis atriði þess. Nú er þó orðið
Ijóst, að bréfið er einskis eða lítils virði í þeim efnum.
Skýrsla þess um Grænlandsmál er svo röng í verulegum
atriðum, að hún getur ekki verið komin beint frá Græn-
lendingum sjálfum né neinum þeim, er þar hefur dvalizt,
og sannar því ekki heldur neitt um sambönd við Græn-
land skömmu fyrir 1448, miklu fremur hið gagnstæða.
Sennilega er skýrslan og páfabréfið runnið undan rifjum
Marcellusar Skálholtsbiskups, hins alræmda svikahrapps og
falsara. Hann var staddur í Róm það ár og herjaði út úr
páfa fjölda bréfa um ýmis embætti og fríðindi á Norður-
löndum og í Þýzkalandi, sum byggð á fölskum forsendum.
Til greina getur þó einnig komið annar þýzkur maður,
Mattheus, brotthlaupinn munkur,* 1) er virðist hafa farið
til Róms um þessar mundir og náði bréfi fyrir Hólabisk-
upsdæmi með því að láta sverja Gottskálk biskup dauðan,
mörgum árum áður en hann andaðist.2) Páfabréfið er stíl-
að til biskupanna í Skálholti og á Hólum, og er þar auð-
vitað átt við þessa þokkapilta, þótt þeir séu eigi nefndir.3)
Engin ástæða er til að bendla Björn Þorleifsson við það
á nokkurn hátt.
558. bls.), en það hlýtur að vera rangt (sbr. ísl. fbrs. IV, nr. 724;
VII, nr. 6).
1) E. t. v. eru Mattheus prestur, er kom til íslands með Jóni
biskupi Gerrekssyni 1430 (Nýi annáll), og „bróðir Mattheus Wig-
ertsson“, sem er á Möðruvöllum í Hörgárdal 30. sept. 1445 (ísl.
fbrs. IV, nr. 716), sami maður. Hefur Mattheus þá hlaupizt úr
Möðruvallaklaustri.
2) ísl. fbrs. V, nr. 170, sbr. nr. 157.
3) Sbr. (Norsk) Hist. Tidsskr. 3. R. II, 399.