Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 88
86
Jón Jóhannesson
Skírnir
dögum hans voru þau Björn Þorleifsson og Ólöf Lofts-
dóttir enn vel í minni manna, en Björn Einarsson og Sol-
veig að verða gleymsku hulin. Séra Jón nefnir þau ekki
og virðist ekkert hafa kunnað frá þeim að segja. Eitt af
lögmálum þjóðsagnasköpunarinnar er, að kunnir menn
draga að sér sagnir um aðra eins og segull stál. Slíkur
sagnaflutningur milli manna gat vel orðið hjá séra Jóni
eða heimildarmanni hans.
Þá kem ég að því atriði, sem talið hefur verið sterkust
sönnun þess, að reisubókin hafi verið um ferðir Bjarnar
Þorleifssonar. Jón lærði rekur ætt sína til Salómons prests
Magnússonar og Guðrúnar, fylgikonu hans, dóttur Ólafs
bónda í Æðey, og segir, að sá hinn sami Ólafur hafi átt
skotið í hvalnum, sem rak á Grænlandi, er Björn var þar.
í samræmi við þá ættartölu segir Jón, að Björn Einars-
son hafi verið uppi „snemma á Salómons tíð“. Af sam-
tíðarskjölum sést, að Salómon er orðinn prestur 1461
og er enn á lífi 1518.1 2) Hann hefur því varla verið fæddur
fyrr en um 1435, og er harðla ólíklegt, að Ólafur, tengda-
faðir hans, hafi verið orðinn fulltíða maður 1385—87, er
Björn Einarsson var í Grænlandi. Enn fremur mun Ólaf-
ur í Æðey, faðir Guðrúnar, koma við skjöl, er taka af öll
tvímæli um, að hann hafi verið samtíðarmaður Bjarnar
Þorleifssonar. 18. des. 1450 í Æðey gefur Ólafur Jónsson
(Halldórssonar) út kvittunarbréf,3) og 10. marz 1451 í
Æðey gefur Kristín Björnsdóttir (Vatnsfjarðar-Kristín)
honum jörðina Reykjarfjörð í Arnarfirði í 10 ára þjónustu-
laun.4) En málið er ekki leyst, þótt ljóst sé orðið, að Ólaf-
ur í Æðey, forfaðir Jóns lærða, hafi verið samtíðarmaður
Bjarnar Þorleifssonar, en ekki Bjarnar Einarssonar. Ætt-
artalan hefur auðvitað ekki staðið í reisubókinni. Hún er
viðauki Jóns lærða, og eftir er að sanna, að hann hafi ekki
gert einn mann úr tveimur. Það hefur marga hent. Hann
1) ísl. fbrs. V, nr. 225.
2) ísl. fbrs. VIII, nr. 498.
3) ísl. fbrs. V, nr. 59.
4) ísl. fbrs. V, nr. 71.