Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 64
62
Jón Gíslason
Skímir
morgni dags skæða rimmu.“ í líkingum bregður fyrir
„skýflóka af störum og krákum með miklum ólátaklið“
(II. XVII 755), „vængjalangri, snjallrómaðri veiðibjöllu“
(II. XIX 349), gnauðandi leðurblökum, „sem fljúga ymj-
andi hver aftan í annarri inn í afkima afar víðs hellis,
þegar einhver þeirra hefir losnað úr röðinni og hrapað
ofan fyrir bergið“ (Ód. XXIV 6), vængjalöngum þröst-
um eða skógardúfum, „sem ætla í hreiður sitt, en lenda
þá í einhverri snörunni, sem lögð hefir verið í viðarrunn-
inn, og mega svo gista þar, þó illt þyki“ (Ód. XXII 468).
Vér eygjum máf þann, „er veiðir fiska á ofurf.jörðum hins
ófrjóva hafs og gerir sína þéttu vængi sævota“ (Ód. V
51), og stórflokka af fljúgandi fuglum, gæsum eða krák-
um eða hálslöngum svönum, er „fljúga hér og hvar á
hinni asnesku veitu við Kaýstersstrauma, baða vængjun-
um hróðugir og setjast hver fram fyrir annan glammandi.
svo undir tekur í veitunni“ (II. II 459). Segja má, að
vængjablak og kliður þessara fugla Hómers hafi vakið
bergmál í huga ótal skálda á öllum öldum síðan, arnsúgur-
inn af vængjum hans hrifið þau til flugs.
Ógleymanlegar eru mýflugurnar yfir fullum mjólkur-
skjólum á kvíabóli (II. XVI 641 og II 469) og býflugurn-
ar, sem fljúga í riðlum uppi yfir vorblómunum (II. II 87).
Eigi verður sagt, að Hómer hafi veitt trjám og blómum
eins nánar gætur og mönnum og skepnum. Af því sviði er
það einkum ein líking, sem honum hefur verið hugstæð:
Kappinn, sem hnígur helsærður til foldar, minnir hann á
stæðilegt tré í skógi, er fellur, þegar öxin ríður því að rót-
um: „Féll hann þá sem eik fellur eða ösp eða hávaxin
fura, er smiðir höggva til skipatimburs á fjöllum uppi
með nýhvöttum öxum“ (II. XIII 389 og XVI 482; svipuð
líking er í II. XIII 178). Staðföstum köppum, er hugrakkir
bíða óvinarins, er líkt við „hávaxin eikitré á fjöllum, er
standa föst á miklum rótum og löngum og bíða hregg og
hret alla daga“ (II. XII 132). Ungur kappi veginn er bor-
inn saman við vöxtulegan viðsmjörsviðarkvist, sem voveif-
legur stormur rífur upp með rótum (II. XVII 53). Þetis