Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 100
98
Agnar Kl. Jónsson
Skírnir
nokkru leyti frábrugðin venjulegri skipun útsendra dipló-
matiskra fulltrúa. Mun það hafa verið gert með tilliti til
þess, að þjóðhöfðinginn var hinn sami í báðum löndum,
og því ekki þótt rétt að fylgja almennu þjóðaréttarregl-
unni, að þjóðhöfðingi sendiríkisins skipi sendimanninn
hjá þjóðhöfðingja viðtökuríkisins. Með bréfi forsætisráð-
herra Danmerkur, dags. 4. ágúst 1919, var ríkisstjórn Is-
lands tilkynnt, að Johannes Erhardt Böggild hefði þann
dag af konungi verið skipaður „den danske Regerings Re-
præsentant paa Island med Stilling som overordnet og be-
fuldmægtiget Minister hos den islandske Regering". Sam-
kvæmt þeirri venju, sem fylgt er í alþjóðaviðskiptum,
mundi þessi titill réttilega hafa átt að vera orðaður svo
á dönsku: „Overordentlig Gesandt og befuldmægtiget Mi-
nister“. Þessi lítilf jörlegi orðamunur mun þó engin áhrif
hafa haft á stöðu sendiherrans. Að öðru leyti var embætt-.
isskjal hans í svipuðu formi og venja er um þess konar
skjöl, þ. e. óskað er eftir því, að sendiherranum verði tek-
ið með fullu trausti og að hann verði látinn njóta allra
þeirra fríðinda og sérréttinda, sem slíkum stöðum fylgja
að þjóðarétti. Hann var því raunverulega opinber fulltrúi
þjóðar sinnar hér á landi með öllum diplómatiskum rétt-
indum.
Þegar sendiherraskipti urðu hér árið 1923 og núver-
andi sendiherra, Frank le Sage de Fontenay, var skipaður,
var hann samkvæmt tilkynningu þeirri, sem forsætisráð-
herra Dana sendi forsætisráðherra Islands þar að lútandi,
skipaður af konungi sem „Danmarks Repræsentant i Is-
land med personlig Titel af overordentlig Gesandt og be-
fuldmægtiget Minister".
Eins og sjá má, var sendiherrann í bæði skiptin skipað-
ur af konungi, en sá formmunur þó hafður, að danski for-
sætisráðherrann skrifaði með konungi undir skipunar-
bréfið og sendiherrann var látinn heyra undir hann, þótt
raunar hefði verið eðlilegra að láta hann heyra undir
danska utanríkisráðherrann, eins og að sjálfsögðu tíðkað-
ist um alla aðra danska sendiherra. En Danir voru anð-