Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 17
Skírnir
Jónas Hallgi'ímsson
15'
Hann talar um óalegan sjóinn, lítur hann augum sjó-
mannsins.
Það er auðvelt að finna fleiri kvæði hjá Jónasi með
svipuðum blæ: veruleikinn, náttúran heillar að vísu huga
hans, en þannig, að hún rís upp sjálfstæð, annarleg, ógn-
þrungin móti manninum. Þessa gætir í vísum hans um
Víti, að nokkru í Fjallinu Skjaldbreið. Hér á Jónas sér
fyrirrennara 1 íslenzkum kveðskap, Eggert Ólafsson í
lýsingum hans á eldfjöllum og sjó, rímnaskáld og forn-
skáld í sjávarlýsingum þeirra.
En milli hins rómantíska leiks og þessa raunsæja, svala
kveðskapar er allur þorri þess, sem hann yrkir. Einkenni
þess er hlutlægni, dagsbirta, skýrleiki — og um leið hlýja,
hrifning, ást á fyrirbrigðum náttúrunnar. Mikil áhrif í
þessa átt hygg ég náttúruskoðunin hafi haft á hann. Mér
er nær að halda, að þessi hlutlægni og skýrleiki séu hrein-
ust í sumum síðustu kvæðunum, og það er ekki tóm tilvilj-
un, að sýna má, að hugur hans hefur á þeim árum stundum
hvarflað til 18. aldar skálda, Eggerts og Jóns á Bægisá.
Hulduljóð og sumar ferðavísurnar sýna vel, hve oft hon-
um hefur orðið hugsað til Eggerts. Orðið sæludalur, eitt
atriðisorð Dalvísunnar, er mótað af Eggert (í Búnaðar-
bálki). Vetrarkvæði Jóns á Bægisá „Tindar fjalla“ verð-
ur upphaf að hinu unaðslega vorkvæði Jónasar, sem byrj-
ar á sömu orðum; vorkvæði hlaut það að verða, því að
vetur og snjór er Jónasi tákn dauðans. Þegar Jónas yrkir-
,,Eg bið að heilsa“ er hann lengi að finna rétt orð um dal-
inn heima, fyrst segir hann „í grænan dal“, breytir því
síðan í „lágan“, en að lokum finnur hann rétta orðið: „í
sumardal“ — það er myndað af Jóni Þorlákssyni og kem-
ur fyrir í kvæði hans, sem heitir „Landkostirnir“. Það
kvæði hefur hann þekkt og kunnað að meta, því að það
hefur blásið honum í brjóst óðnum um fífilbrekkuna.
Andinn í þeim undursamlega óði er eðlisóskyldur því, þeg-
ar rómantísk skáld gera í kveðskap sínum náttúruna sálu
gædda, og þó er eins og eitthvað af ilm slíks kveðskapar'
loði við það, eins og blómaangan í herbergi eftir að blóm-