Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 202
200
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
þau séu sannfróð um þetta. En vitanlega mega þeir hafa
verið víðar, þó að ekki sé það vitað. Tilgáta er það, að þeir
hafi búið í hellum sunnanlands — þeir eru sumir hverjir
að nokkru gerðir af mannahöndum. Ekki er mér þó kunn-
ugt um nein kennimerki, sem sýni, að þeir séu gerðir af
Pöpum heldur en öðrum mönnum.1)
Ekkert, sem frá Pöpum er sagt á íslandi, bendir til þess,
að þeir hafi nokkurn tíma orðið margir hér á landi. Ef ég
ætti að gizka á um töluna, mundi ég segja, að þeir muni
frekar hafa skipt tugum en hundruðum.
Norrænir menn hafa fyrst kynnzt Pöpum í Færeyjum,
á Hjaltlandi og í Orkneyjum, og þar hafa þeir væntanlega
búið til örnefnin Pappýli og Papey, sem síðar bárust til
Islands. Þar munu þeir og væntanlega hafa lært orðin
kross og bagall. Óvíst er nokkuð um skipti þeirra og Papa
í Orkneyjum og á Hjaltlandi; því hefur nýlega verið hald-
ið fram, að þar hafi verið kirkjur og trúboð á víkingaöld
(Brögger). Aftur á móti virðist mega ráða það af frásögn
Dicuils, að úr Færeyjum hafi hinir írsku einsetumenn
stokkið við komu víkinganna. Sama hefur verið á Islandi,
Ari segir það skýrum orðum. Frásögnin um bækur, bjöll-
ur og bagla, sem þeir skildu eftir, bendir á, að á þeim stöð-
um hafi brottförina borið bráðan að, annars mundu þeir
ekki skilja svo góða gripi eftir. Því hefur verið haldið
fram (Alexander Bugge), að þegar tiltekið er, að bæk-
urnar hafi verið írskar, sýni það, að þær hafi verið á írsku
og einhver hinna norrænu manna hafi getað lesið þær. En
á þessu þykir mér þó sú skýringin Iíklegri, að þetta hafi
verið bækur á latínu, en með írskri skrautlist, og hana
gátu víkingarnir auðveldlega þekkt, hún var sérkennileg.
Þó að Paparnir færu í skyndingu frá sumum stöðum,
má vera, að annarstaðar hafi þeir verið um stund sam-
tímis hinum norrænu aðkomumönnum. Á það virðist mér
1) Um þetta: Brynj. Jónsson, Árb, Fornl. 1902, 29; 1905, 52 o.
áfr.; Einar Benediktsson; Thules Beboere; Matth. Þórðarson, Árb.
Fornl. 1930, 1 o. áfr.