Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 57
Skírnii’
Líkingar, list og líf í skáldskap Hómers
55
svo um einn ættföður Príamusar konungs (II. XX 220):
„Hann var allra manna auðugastur; hann átti þrjú þús-
und hryssur, sem gengu þar í mýrinni, þær voru allar
með ungum folum og reisugar mjög.“ Langmest kveður
samt að nautgripum. Þeir hafa verið gjaldmiðill á sögu-
öldinni grísku. Ambátt, sem vel var að sér ger í kvenleg-
um íþróttum, kostaði fjóra uxa. Laertes, faðir Ódysseifs,
hafði þó látið tuttugu uxa fyrir hina ágætu Evrýkleu. Á
fornum tímum í Grikklandi segir Aristóteles, að menn
hafi keypt sér kvonfang. Biðillinn greiddi tiltekið gjald,
venjulega ákveðinn fjölda nauta, fyrir konuefni sitt. Kem-
ur þetta heim við lýsingar hjá Hómer. Um Hektor t. d.
segir (II. XXII 472), að hann hafi flutt heim brúði sína
úr höllu Eetíons, er hann hafði greitt af hendi ógrynni
brúðargjafa. Síðar snerist þetta við í Grikklandi, brúð-
guminn fékk heimanmund með konu sinni. Af þessari þró-
un má sjálfsagt draga þá ályktun, að á frumstæðum tím-
um í Grikklandi hafi eigi verið nægilega margar konur
fyrir giftingarmarkaðinn, en á síðari tímum of margar.
Yrði of langt mál að ræða orsakir þess hér. En kven-
mannsnöfn ýms frá söguöldinni grísku bera hinum forna
sið vitni, svo sem Fereboia (= nautafærsla), Polyboia
(= margra nauta virði) o. s. frv. Að öllu þessu athuguðu
er ofur eðlilegt, að Hómer sæki efni í líkingar til naut-
gripa. Skal hér getið nokkurra: „Þeim fór líkt og sveita-
kálfum: Þegar kýrnar, sem ganga úti í haga á daginn,
koma heim að fjósinu, saddar af grasi, þá stökkva þeir
allir í einu upp móti kúnum; stíurnar fá ekki lengur hald-
ið kálfunum, heldur hlaupa þeir kring um mæður sínar og
baula hátt . . .“ Efni verður það og skáldinu í góða lík-
ingu, er mýbitið ætlar að gera út af við nautpeninginn á
vorin (Ód. XXII 299): „ . . . Þeir riðluðust felmtrandi inn-
an um stofuna eins og nautahjarðir, þegar hin áfjáða
broddfluga leggst á þær og ærir þær á vorin, þegar dagana
tekur að lengja.“ Þá er mest var við haft, voru guðunum
færðir nautgripir til fórnar, og fengu þeir, sem fórnina
fluttu, þá auðvitað sinn skerf af kjötinu. Er enda auðséð,