Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 158
156
Jón Leifs
Skírnir
i flestum löndum öðrum. Vér megum af því álykta, að ís-
lenzka þjóðin sem heild standi á mun hærra menningar-
stigi en alþýða annarra landa. En því betur sem vér hlust-
um eftir íslenzku málfari, þeim mun betur sjáum vér, hve
framburði tungunnar er ábótavant, einkum meðal „mennta-
manna“ með erlenda menntun og hjá alþýðu í kaupstöð-
um, þar sem mest gætir útlendra áhrifa. Oss verður ljóst,
að á fslandi er í rauninni ekki enn orðin til markviss þjálf-
un framburðar eftir föstum fyrirmyndum, fágun taland-
ans í skólum, leikhúsum, útvarpi og á mannamótum.
íslenzkan erlendis.
Ekki líður heldur á löngu, áður en vér sjáum, að íslenzk-
an er ekki í eins miklu áliti erlendis og vér héldum sem
heimalningar. Til dæmis má geta þess, að þýzkur háskóla-
maður lét fyrir mörgum árum svo um mælt: „Berlínar-
háskólinn hefir 500 prófessorum á að skipa, og kennarinn
í norrænu er sá fimmhundraðasti.“ Auðvitað er þetta orð-
um aukið, en það gefur þó hugmynd um aðstöðu vora. Á
Norðurlöndum er forníslenzkan ef til vill í ofurlítið meira
áliti, en ekki munu prófessorar í norrænu enn taldir með
nauðsynlegustu kennurum háskólanna, og lítil rækt er
lögð við íslenzku vorra tíma, en á þessu mundi breyting
verða, ef frændþjóðirnar kynnu að meta ísland og íslenzka
menningu svo mikils, sem vér óskum og teljum réttmætt.
Skjótt verðum vér þess einnig varir, að flestir erlendir
fræðimenn líta ekki svo á sem vér íslendingar tölum nú
sama mál og í fornöld. Þeir kalla íslenzkuna dótturmál
norrænunnar, og á meginlandi Evrópu að minnsta kosti
kenna þeir forna íslenzku sem dautt mál. Framburð máls-
ins kenna þeir eftir rituðum gömlum fræðireglum, en
blanda hann svo auðvitað framburði sinnar eigin tungu.
Forníslenzkan er því eins og latínan borin fram með mis-
munandi hætti í hverju landi, — ef hún á annað borð er
nokkurn tíma látin hljóma sem talað mál. Að vísu er nú
farið að kenna nýíslenzku við háskóla víðsvegar um álf-
una, en sú kennsla er enn oftast stranglega aðskilin frá