Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 93
Skírnir
Reisubók Bjainar Jórsalafara
91
Y.
Til eru ýmsar samtíðarheimildir um ferðir Bjarnar
Einarssonar í Vatnsfirði, bæði annálar (Lögmannsannáll
ásamt Nýja annál, Gottskálksannáll, Flateyjarannáll) og
skjöl. Samanburður á því, sem ráðið verður af þeim heim-
ildum, og molunum úr reisubókinni skýrir þetta mál enn
betur. 1379 er fyrst getið um utanferð Bjarnar, en af
henni fara annars engar sögur. Hugsanlegt er, að hann
hafi þá farið fyrsta sinn til Róms, ef marka má það, sem
haft er eftir reisubókinni, að hann hafi farið þangað
þrisvar. 1385 rak undan fjögur íslandsför til Grænlands,
og voru þau þar tvo vetur með heilu og höldnu. „Þar var
á Björn Einarsson og Sigurðr hvítkollr,"1) en aðrir eru
ekki nafngreindir. Sigurður mun einnig hafa verið íslend-
ingur. Ekkert bendir til þess, að þeir Björn hafi verið
stýrimenn, eins og sumir ætla, heldur einungis farþegar.
Konu Bjarnar er ekki getið í förinni, en hún hefur jafnt
getað verið þar fyrir því. Þögn svo fáskrúðugra heimilda
um það atriði er ekki hægt að meta að neinu. Frá því á
fyrra hluta 17. aldar hefur verið talið, að Björn hafi ætlað
utan, er hann lenti í Grænlandshrakningnum, en það á
sér enga stoð í samtíðarheimildum. Má vel vera, að hann
hafi verið í hingaðsiglingu, eins og haft er eftir reisu-
bókinni, enda hugsanlegt, að hann hafi verið erlendis alla
tíð frá 1379. Grænlandsfararnir báru svo síðar, að þeir
hefðu lent í miklum hafís, og brotnuðu skip þeirra ofan
sjávar. 1 þeim háska hétu þeir að fara pílagrímsferðir
til helgra staða og náðu að því búnu landi á Grænlandi.2)
Vafalaust hefur verið örðugt um viðgerð skipa í Græn-
landi, m. a. vegna járnskorts. Þarf eigi annarra skýringa
að leita á því, hvers vegna þeir komust eigi frá Grænlandi
sumarið eftir, en urðu að vera þar tvo vetur. Þó virðist
eigi með öllu loku fyrir það skotið, að þeir hafi teppzt
vegna hafísa, eins og segir í ágripinu.Á Grænlandi hag-
1) Gottskálksannáll við árin 1385 og 1387.
2) ísl. fbrs. III, 441. bls.