Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 120
118
Lúkíanos
Skírnir
nokkurn, sem ekki var hvað heppilegast valinn fyrir sjó-
farendur, um það, hversu Poseidon hefði rekið saman
skýin og rótað upp hafinu með þríforki sínum, sem hann
keyrði niður í það eins og sleif, og hversu hann hleypti
byljunum af stað, og margt annað því um líkt — þá
hrærði hann upp sjóinn með kvæðum sínum, og allt í einu
steyptist yfir okkur myrkur og stórviðri, og lá við sjálft,
að Hómer hefði hvolft þarna undir okkur skipinu. Varð
hann þá líka sjósjúkur og spjó upp úr sér mörgum kvið-
um sínum ásamt með Skyllu og Karybdis og Kyklópinum,
svo það var ekki erfitt að geyma dálítið í minni af allri
þeirri spýju. — Segðu mér þá:
Hver er sá beljakinn þar svo volega mikill á velli?
Upp yfir múginn hann mænir mecf höfuð og herð-
amar breiðar.
HERMES. Það er hann Melón, aflraunamaðurinn frá
Króton. Grikkir eru að klappa honum lof í lófa fyrir það,
að hann ber uxa á herðum sér yfir mitt skeiðsviðið.
KARON. Hversu miklu réttara mundi það vera, Herm-
es! ef þeir vegsömuðu mig, sem áður langt um líður mun
taka Melón sjálfan og láta hann í ferjuna mína, þegar
hann kemur til okkar, að velli lagður af Dauðanum, hinum
ósigranlegasta mótglímanda, og skilur þá ekkert í því,
hvernig hann hafi komið sér af fótunum. Og mun hann
þá auðvitað kveina og kvarta framan í okkur, er hann
minnist sigursveiganna þeirra arna og lófaklappsins. En
núna er hann mikill á lofti, af því menn dást að honum
fyrir það, að hann getur borið uxann. Hvað skyldum við
nú ætla um hann? Mundi það ætlandi, að hann geri ráð
fyrir, að hann eigi nokkurn tíma að deyja?
HERMES. Nei, hvernig ætti það líka að vera, að hann
hugsaði til dauðans núna, maðurinn, sem er í broddi lífs-
ins?
KARON. Við skulum hverfa frá þessum manni, sem
innan skamms mun verða okkur hlátursefni, þegar hann
verður ferjaður og getur þá ekki loftað mýflugu, auk held-
ur nauti. En segðu mér nú þessu næst, hver er þessi tígu-