Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 28
26
Lárus Sigurbjörnsson
Skírnir
diktsson, sem birtist í Dagskrá 1896. í þessari sögu ögrar
stúlka unnusta sínum til að síga í bjarg eftir valseggjum.
Þau eru jafnokar í þóttafullu stolti og vilja bæði ráða
ferðinni. Pilturinn sígur eftir eggjunum, en þegar hann
kemur upp á bjargbrúnina, grýtir stúlkan erfiði hans
fyrir björg. Hann dregur af hendi sér fingurgull, gamlan
erfðagrip, trúlofunarhring þeirra, og sendir niður í hyl-
dýpið á eftir eggjunum. „Allt, sem til var í mér af karl-
mannsþótta, gjörði uppreist á móti þessum unga kven-
manni, sem stóð fyrir framan mig.“ Þannig talar karl-
maður. „Hún vildi ekki aðeins ráða leikjum okkar, held-
ur líka lífinu.“ — Svo djúpt hefur þetta söguatriði, sem
fram fer á bjargbrún, grafið sig inn í undirvitund æsku-
manns, að þegar rithöfundurinn kallar það fram löngu
seinna, þá kemur myndin staðfræðilega rétt og orðaskipti
örugg og utan alls málskrúðs, eins og höfundurinn hefði
lifað þetta sjálfur. Aðeins hefur dregið fyrir allt, sem á
milli bar stúlkunnar og piltsins, nema þóttann, hann safn-
ast nú allur á annan veginn. „Svo djúpt og ríkt kveneðli,“
segir Georg Brandes,1) „svo ósveigjanleg karlmannslund
hafa naumast sézt sameinuð á leiksviði." Hrafnhildur rís,
en Ingólfur lympast niður. Það er eins og Kamban hafi
séð Heddu Gabler þarna á gilbrúninni. Eins og til að stað-
festa dáleiðsluáhrifin frá Valshreiðrinu kemur svo sama
söguefni fyrir í smásögunni Dúnu Kvaran í Skírni 1916.
Og hér getum við brotið við blað og minnzt þess, að fyrstu
smásögur Guðmundar Kambans, sem komu út 1906, voru
sagðar ritaðar ósjálfrátt. Þó það kunni að hryggja sann-
trúaða spíritista, þá voru smásögurnar fimm ekki frekar
„úr dularheimum“ en Hadda-Padda. Þeir höfðu meira til
síns máls, sem sögðu sögurnar bera keim af smásögum
Einars Hjörleifssonar, sem þá var samstarfsmaður Kamb-
ans við ísafold, heldur en hinir, sem eignuðu þær Jónasi
Hallgrímssyni, Snorra Sturlusyni og H. C. Andersen.
Myndin, sem við nú hljótum að gera oss af höfundinum,
er af óvenjulega næmgeðja ungum manni, gáfuðum og
1) Tilskueren 1919.