Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 110
108
Agnar Kl. Jónsson
Skírnir
um erlendum sendiráðum yrði lokað. Vilhjálmur Finsen
varð því að hætta að starfa þar, eins og allir aðrir full-
trúar erlendra ríkja. Þar sem hins vegar var augljóst, að
Islandi mundi mikil þörf á opinberum fulltrúa í Svíþjóð,
en þar hafði ísland fram að þessu aldrei haft eigin full-
trúa, var ákveðið að flytja Finsen til Stokkhólms og stofna
þar sendiráð. I júlímánuði 1940 var hann skipaður sendi-
fulltrúi þar, og hefur hann gegnt því starfi síðan. Það
kom fljótt í ljós, að þetta var heppileg ráðstöfun, því að
sendiráðið í Stokkhólmi varð tengiliður við íslendinga í
Danmörku og Noregi, og fyrir milligöngu þess reyndist
unnt að veita þeim fjárhagslegan stuðning héðan að heim-
an og fá fréttir af líðan þeirra.
Um svipað leyti og sendiráðið var stofnað í Svíþjóð,
settu Svíar, sem haft höfðu hér aðalræðismannsskrifstofu,
á stofn sendiráð í Reykjavík.
í júnímánuði 1940 flýði norska ríkisstjórnin land og
settist að í London. Nokkru eftir að Pétur Benediktsson
hafði verið skipaður sendiherra í London, svo sem brátt
verður sagt frá, var hann skipaður fulltrúi íslands hjá
henni, fyrst sendifulltrúi og skömmu síðar sendiherra.
ísland hefur síðan haft sendiherra hjá norsku stjórninni
allan þann tíma, sem hún hefur verið í útlegð í London.
Norska stjórnin stofnaði einnig sendiráð hér og sendi
hingað sérstakan sendiherra.
Þegar eftir að Island hafði tekið utanríkismálin í sínar
hendur, þótti nauðsynlegt, að skipaður yrði diplómatiskur
fulltrúi í London. Skömmu eftir að stríðið hófst, fór héð-
an samninganefnd til Bretlands til að semja um viðskipti
milli landanna. Þegar nefndin fór heim, var Pétur Bene-
diktsson, sem þá var sendiráðsritari við danska sendiráðið
í London og verið hafði ritari nefndarinnar, fenginn til
þess að hafa á hendi ýmis störf í sambandi við fram-
kvæmd viðskiptasamnings þess, sem samkomulag hafði
orðið um. Pétur Benediktsson var nú skipaður sendifull-
trúi íslands í London, en skömmu eftir að sendiherra-
embætti var stofnað í Bandaríkjunum, haustið 1941, var