Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 50
48
Jón Gíslason
Skírnir
lega með fimlegu fótataki, svo sem þá leirsmiður
situr og hefir mátulega kringlu í hendi og reynir,
hversu hún snýst, ýmist dönsuðu þau í röðum hvert
við annað. Mikill fjöldi fólks stóð í kring um hið un-
unarfulla leiksvið og hafði gaman af, og þar var með
þeim andríkur söngmaður, er lék á hörpu og söng
undir; en er hann byrjaði sönginn, komu fram tveir
kollhlauparar og hringsneru sér meðal þeirra. Hann
gerði og á skildinum hinn ofurmáttuga Ókeans-
straum allt með yztu rönd hins gersamlega skjald-
ar.“
Fornleifafræðingar hafa að því rök leitt, að hugmynd-
ina að þessum „gersamlega“ skildi hafi skáldið fengið frá
samtímakjörgripum. Á hinu forna menningartímabili,
sem kennt er við Mýkenu, hafa listamenn verið búnir að
öðlazt mikla leikni í að gera alls konar myndir úr silfri,
gulli og tini, smelltu í eir. Bera þessu órækt vitni ýmsir
gripir, er fundizt hafa í jörðu frá þeirri tíð. Yið þess
háttar smíðar notuðu menn og eins konar gler, blátt að
lit, er hentugt mun hafa verið til að tákna með t. d. haf
eða himin. Hins vegar er auðsætt, að skáldið hefur eigi
látið neinar raunhæfar fyrirmyndir hefta hugmyndaflug
sitt, er það tók að lýsa í einstökum atriðum myndum
þeim, sem það hugsaði sér, að hagleiksguðinn hefði prýtt
skjöldinn með. í þessari stuttu lýsingu er komið fyrir ótrú-
lega miklu og f jölbreyttu efni. Flestir höfuðþættir í menn-
ingarheimi Hómers má segja, að þar séu saman slungnir
(að einum undanskildum þó, svo sem síðar skal að vikið),
og fegurstu einkenni stílsins leyna sér ekki heldur. Hér er
heimur með skini og skúr, alvöru lífs og yndi góðra
stunda: brúðför með söng og dansi í bjarma logandi blysa
— dómþing og vígsmál; umsetin borg mitt í ógnum styrj-
aldar — friðsæl störf á ökrum korns og víns, þá konung-
inum' hlær hugur í brjósti; nautahjörð lostin hrammi
hinna óttalegu ljóna — sauðfé óhult á beit í fögrum af-
dal. Þessi stutti sjónleikur hófst með dansi og söng og
honum lýkur einnig við hörpuslátt, en allt umlykur hinn