Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 137
Skírnir
Barnslund
135
um sínum. Þá sá ég örn í fyrsta sinn og leizt ekki vel á að
komast í klær hans.
Árið 1874 fæddist Halldór bróðir minn. Eftir því man
ég, að þá var Ingibjörg í Skammadal hjá okkur og skip-
aði að fara með krakkana (okkur Ólu) norðr í til Ingveld-
ar gömlu. Ég vissi, að mamma var veik, og vildi ekki fara
frá rúminu hennar. En þá tók pabbi mig og bar mig til
ömmu. Amma hafði kertaljós og prjónaði; þar sat Sól-
veig gamla líka og spann á rokk. Seinna um kvöldið tókst
mér að lómast út frá ömmu og fram í baðstofuna. Ljós
var þar dauft og einhver gufa inni. Framan við „mömmu-
rúm“ stóð Ingibjörg Ijósa og var að busla við eitthvað í
trogi; rauk upp af troginu eins og heitum vatnspotti.
„Kemur þú, forvitinn,“ sagði Steinka systir, tók mig og
bar að troginu. Sá ég nú, að Ingibjörg ljósa var að lauga
þar ofurlítinn strákanga. Lyfti hún anganum litla upp og
sýndi mér. „Heldur þú ekki, að þú verðir góður við þenn-
an?“ spurði hún. Vildi ég þá ná til mömmu, og lét Steinka
mig kyssa á vanga henni, þar sem hún lá hreyfingarlaus
á koddanum. Allt þetta var mér undrunarefni, og var ég
fús til að fara aftur til ömmu. Hún sagði mér, að mamma
yrði að vera í næði og litli bróðir minn ætti nú að vera
hjá henni. Alltaf skyldi ég vera að verða f jær henni. Fyrst
kom Óla og flæmdi mig úr mömmurúmi, og nú átti þessi
hnokki að taka mömmu alveg frá mér. Amma sagði mér
þá sögu um góða mömmu, sem átti tólf syni og missti
ellefu þeirra.
„En sá tólfti einn mér sýndist lifa,
upp á hennar baki var að klifa,“
þannig var vísubotninn, sagði hún. Þetta varð mitt um-
hugsunarefni.
1 Skarðshjáleigu bjó þá Jón bóndi Eyjólfsson, Alex-
anderssonar á Ytri-Sólheimum; hann bjó svo á Litlu-
Hólum. Hafði ég aldrei séð stærri mann en hann. Hann
sat við stofuborðið í Eyjarhólum, og faðir minn hellti
lögg úr flösku í staupið hans. Svo stórskorinn var Jón, að
ég hélt hann væri risi, andlitið langt og breitt, nefið með