Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 232
230
Ritfregnir
Skírnir
verið að reyna að benda á óháðar uppskriftir munnlegra sagna frá
fornöld, svo sem þegar menn vildu skýra mismun handrita Ljós-
vetningasögu á þann hátt og mismun hinna tveggja gerða Banda-
mannasögu. I bæði skiptin hafa menn án efa farið villir vega. En
hér^ þar sem Eiríkssaga og Grænlendingaþáttur er, virðist einmitt
vera að ræða um tvær óháðar uppskriftir arfsagnanna, eða réttara
sagt: tvær óháðar sögur samdar upp úr arfsögnunum. Að sjálfsögðu
eiga höfundarnir (sagnaritararnir) sinn þátt í því, hvernig hinar
rituðu sögur eru, en. ef hægt væri að gera sér í hugarlund, hve
mikill sá þáttur er, þá má með sanni segja, að varla verði ofmikið
gert úr gildi þessara rita sem heimilda um það, hvernig þær voru
í raun og veru, arfsagnimar, sem íslendingasögur styðjast við. En
ekki er allt upp talið enn. Vegna þess að hér er að ræða um tvö
óháð vitni, eru miklu meiri líkur að hægt sé að öðlast einhverja
vitneskju um atburðina sjálfa en vant er að vera í íslendinga-
sögum. En vitnisburðina verður vitanlega að skoða í ljósi þeirra
vísinda, sem fjalla um munnlegar sagnir, og sem tvö afbrigði arf-
sagnar. Það er stundum talað um þjóðsagnafræði í sömu andránni
og íslendingasögur, og oft að lítt athuguðu máli; hér virðist það
geta átt við og væntanlega borið einhvern árangur.
E. Ó. S.
Sven B. Jansson: Sagorna om Vinland I. Handskrifterna till Erik
den rödes saga. Lund 1944.
Bók þessi er doktorsritgerð, sem varin var í Stokkhólmsháskóla
13. desember í fyrra. Höfundurinn var fyrir nokkrum árum sendi-
kennari hér við háskólann, og hefur hann tileinkað bókina „Nor-
rænudeild Háskóla íslands". í sambandi við þá tileinkun get ég ekki
stillt mig um að minnast á, að stundum, þegar ég sé suma hina
lærðustu útlenda menn fjalla um fornnorrænt mál, þá finnst mér
þeir séu heldur að eiga við súmerisku eða eti'úskisku, en þessa bók
skrifar útlendur maður, sem ekki aðeins skilur íslenzku, heldur hef-
ur hann líka tilfinningu fyrir henni sem lifandi máli. Og á texta
hinna fomu íslenzku handrita lítur hann ekki úr sama fjarska og
þeir menn eru vanir að gera, sem trúa þvi, að sögurnar hafi lifað
fullsamdar á vörum manna, heldur lítur hann á þá sem þætti í ís-
lenzki'i bókmenningu og vitni um hana.
Sú var ætlun höfundar að gera rannsókn á báðum Vínlandssög-
unum, en hann sá brátt, að fyrst varð að átta sig á handritum
Eiríkssögu. Og úr því varð þessi bók, og er þetta verk gaumgæfi-
lega unnið og er ekki aðeins vænlegt til skilnings á þessari sögu,
heldur er það ennfremur eitt hinna fáu vei'ka, sem varpar ljósi a
þróun hins forníslenzka sagnastíls fyrir lok klassiska tímabilsins.
Höfundurinn ber saman Hauksbók og Skálholtsbók (AM 557,
4to). Hauksbók hefur hreinni og fágaðri stíl, segir hann, en orðfæri