Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 196
194
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
hús munkanna stóðu á, með krossum (auk garðsins);
slíkir krossar voru oft úr steini, háir og með miklu skraut-
verki. Þá þóttu bjöllur næsta nauðsynlegar; þær voru í
fyrstu úr járni, ferhyrndar. Bjalla Patreks hins helga er
enn til, hún er 6V2 enskir þuml. á lengd með lítilli lykkju
að ofan. Auk þess voru litlar handbjöllur tíðkaðar. Bjöll-
ur voru hafðar til að kalla menn til kirkju eða bæna, en
auk þess var á þeim mikill átrúnaður; eiðar voru stund-
um unnir að bjöllum, þær ráku burt drauga, illvættir og
sóttir, og þeim var hringt til bölvunar vondum mönnum.
Þá voru 0g baglar (biskups- og ábótastafir) mjög í há-
vegum hafðir 0g mikil trú á þá; nytsemi þeirra til krafta-
verka verður ekki sögð í skömmu máli. Þegar fram liðu
stundir, urðu baglar mjög skrautlegir.1)
1 hinum meiri klaustrum, eins og t. d. í Eynni helgu,
var margvíslegt starf og verkaskipting mikil; bæði var
þar iðnaður og kornrækt, auk kvikfjárræktar og veiða.
Auk þessa var svo skólahald og ritun bóka. Hætt er við,
að í ‘klaustrum’ Papanna í Orkneyjum og þar norður af
hafi orðið lítið um skóla og bókagerð, kornyrkja hefur
líklega horfið, þegar norðar dró. I Eynni helgu hafa fund-
izt bein af nautum, hestum, sauðfé, svínum, hundum,
grindhval, reyðarhval, hjörtum, sjófuglum, villigæsum,
rjúpum, fiskum og loks mikið af skeljum. Þetta sýnir bæði
kvikf járrækt og veiðar, og á þetta tvennt hafa munkarnir
á hinum norðlægari eyjum sennilega lagt mesta stund.
Vera má, að það séu Papar, sem fluttu sauði til Færeyja;
líklega hafa þeir þá látið þá ganga eins og villifé, en haft
af þeim bæði ull, skinn og kjöt.
Líklegt þykir mér, að þeir Papar, sem strangast héldu
einsetuna, svo og þeir, sem til Islands komust, hafi lifað
mjög frumstæðu veiðimannalífi. Upptalningin á beinum
villtra dýra fundnum í Eynni helgu gefur nokkra bend-
ingu um það, á hverju þeir lifðu. En auk þess hafa þeir
1) Um þessa hluti sjá Joyce I 371 o. áfr., Plummer, Vitae I
clxxv o. áfr.