Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 163
Skírnir
íslenzkan
161
heldur þarf einnig að skipa þeim rétt og bera þau vel
fram á íslenzkan hátt. — Vísindin vinna auðvitað þarft
verk í þessum efnum sem öðrum og geta vel til aðstoðar
verið, en stefna vor verður þó fyrst og fremst að markast
af smekk og listhneigð lifandi þjóðlegrar menningar.
Á rannsóknarferðum og við hljóðritatökur íslenzkra
þjóðlaga hefir undirritaður tekið eftir því, að sumstaðar
á íslandi er talað eldra mál en ritað er, — ekki eingöngu
að því er snertir einstök orð, heldur einnig framburð og
atkvæðafjölda. Af þessu er augljóst, að samrýma má rit-
mál og talmál gamallar og nýrrar íslenzku langtum meir
en orðið er og í fullu samræmi við lifandi framburð ís-
lenzkrar alþýðu. Halldór Laxness reynir samrýminguna
með útgáfum fornsagna á stafsetningu vorra tíma. Hin
leiðin er jafnfær, að flytja stafsetningu vorra tíma nær
fornmálinu, — eins og nokkrum sinnum hefir verið reynt
á seinustu öld. Ef til vill mætti nota báðar aðferðirnar
samtímis, en breytingar í þessa átt þurfa vafalaust að
vera mjög hægfara, ef þær eiga að haldast, og auðvitað er
alltaf álitamál, hve stór spor skuli stigin í einu. Garð-
yrkjumaður getur haft mikil áhrif á vöxt jurta og trjáa,
getur jafnvel markað vaxtarstefnu þeirra, en ekkert fær
hann til að vaxa í snöggum kippum. Staðreynd er, að
forneskja íslenzkrar tungu er lifandi og þjóðleg, alþýðleg
og mjög þróunarfær. Þetta er leið til að festa enn betur
samhengi íslenzku þjóðarinnar við uppruna sinn, auka
þjóðernið inn á við og álit þess út á við.
F ramkvæmdir.
Framkvæmdir íslenzkrar málræktar þurfa einkum að
vera þrenns konar. Fyrst þarf að kenna framburð í öllum
skólum landsins og leggja rækt við hann í opinberum ræð-
um kirkju, útvarps, mannfunda og leikhúsa. í öðru lagi
þarf að auðga málið að nýyrðum, svo að ekki þurfi að
taka útlend orð að láni, nema þau séu þannig umsköpuð,
að vel eigi vio erfðakennd tungunnar. I þriðja lagi þarf
að færa íslenzka réttritun nær fornmálinu í samræmi við
11