Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 129
Skírnir
Karon eða áhorfendur
127
urðu þá ekki, að það yrði mannlífinu að miklum notum
og að mennirnir mundu verða stórum skynsamari?
HERMES. Þú veizt ekki, ágæti vinur! hvernig fávizk-
an og svikatálið er búið að fara með þá. Það er svo komið,
að eyrun á þeim mundu ekki einu sinni verða boruð upp
með nafri, svo miklu vaxi hafa þeir troðið upp í þau, að
sínu leyti eins og Odyssevs gerði við félaga sína af hræðsl-
unni fyrir því, að þeir mundu heyra til Sírenanna. Hvern-
ig ættu þeir þá að heyra til þín, þótt þú rífir þig á ópi og
kalli? Það, sem Leþe áorkar hjá ykkur, það sama gerir
fávizkan að verkum hérna. En samt sem áður eru fáeinir
á meðal þeirra, sem hafa ekki látið troða vaxi í eyru sín,
heldur hallast að sannleikanum, skoða hlutina skörpum
augum og hafa skynjað veru þeirra og gildi.
KARON. Ættum við þá ekki að minnsta kosti að kalla
til þeirra?
HERMES. Nei, einnig það er óþarfi. Hvers vegna ætti
að vera að segja þeim það, sem þeir vita sjálfir? Sérðu,
hvernig þeir hafa tekið sig út úr múgnum og hlæja að
því, sem fram fer, og geta með engu móti sætt sig við það,
heldur eru þeir auðsjáanlega að hugsa um að flýja burt
úr lífinu og hlaupa yfir til ykkar, enda eru þeir hataðir
af hinum, af því þeir færa þeim heim sanninn um heimsku
þeirra.
KARON. Hafið sælir gert, góðir drengir, en þeir eru
ekki nema örfáir, Hermes minn!
HERMES. Það nægir samt, að þessir eru. En látum
okkur nú fara ofan.
KARON. Þá er eitt enn, Hermes! sem mig langaði til
að vita; þegar þú hefur sýnt mér það, skal umsýningar-
verki þínu vera lokið; ég vildi sjá geymslustaði líkanna,
þar sem þeir grafa þau niður.
HERMES. Þess konar staði kalla þeir legstaði og hauga
og grafir. Nú, nú, sérðu jarðhaugana fyrir framan borg-
arhliðin og súlurnar og pýramíðana? Allur sá tilbúningur
er til að taka við líkunum og geyma þau.
KARON. En því eru þeir að leggja kransa á Iegstein-