Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 214
212
Pétur Sigurðsson
Skírnir
sökum landsins útörmunar, og einna mest kúgilda upp-
bótarleysi, sem þá hafði um nokkur ár plagað almúgann,
þvert í móti landslögunum og allri fornri góðra manna
venju, hvað allt að hafði stórlega útarmað bændur, þeim
til ábata, sem jarðagóssunum réðu, en leiguliðum til for-
djörfunar, sem fyrir utan alla uppbót kúgilda urðu, sum-
staðar um 70, 60, 50, 40, 30, 20 ár að leigja útdauð kúgildi
svo sem löggild." En þetta var auðvitað hinn mesti yfir-
gangur og lögleysa, og munu nefndarmenn hafa fengið
miklu áorkað til bóta í þessu efni.
Landskuld var þá miklu hærri en síðar varð. Séra Þor-
kell Bjarnason á Reynivöllum gerði samanburð á afgjöld-
um í Mosfellssveit eftir jarðabókinni, sem skráð var þar
1704, og árið 1885. Hann kemst að þeirri niðurstöðu, að
1704 hafi öll jarðarafgjöld (landskuld og leigur) ásamt
kvöðum verið nálega helmingi hærri að verðmæti en árið
1885.
Kvikfjáreign bænda var þá með öðrum hætti en nú.
Samkvæmt framtali um allt land 1703 voru nautgripir
35860, en fækkaði síðan mjög og hefur ekki náð þeirri
tölu aftur fyrr en árið 1936. Þó voru mikil harðindi hér á
landi næsta áratug á undan, eins og áður segir. Hefur
nautfé verið miklu fleira á fyrri öldum en síðar varð og
hefur aldrei verið færra í venjulegu árferði en á 19. öld.
Aftur á móti voru hross færri 1703, og þó einkum sauðfé,
og munar miklu, hve því hefur fjölgað síðan.
VI.
Jarðabókin getur einnig eyðibýla, lýsir legu þeirra, hve-
nær byggð hafi verið, hvenær lagzt í eyði og af hverjum
orsökum, ef menn vissu þær. Getið er ýmissa hjáleigna og
nýbýla, sem nú eru orðin lögbýli fyrir löngu, en þá voru
nýlega upp tekin. Jarðabókin veitir þannig vitneskju um
marga hluti og gefur tilefni til ýmiskonar hugleiðinga og
margvíslegs samanburðar. Einkum er fróðlegt að lesa um
þær jarðir, sem mönnum eru kunnugar; þar verður sam-