Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 51
Skírnir
Líkingar, list og lif í skáldskap Hómers
49
máttki Ókeansstraumur bláum unnum. Hér eru og lýs-
ingarorðin með sínum hátíðablæ: hvellrómaðir kallarar,
háhyrnd naut og bjúghyrnd, hinn blikandi eirmálmur,
hinar fríðu hjarðir enna hvítu sauða, hinir léttfættu hest-
ar, eirslegin spjót, hin skaðvæna Valkyrja, hin mjúka
ekra, hið feita sáðland, Ijúffengt vín, hið djúyu ekruland,
hávaxinn kornakur, hvítt byggmjöl, hunangsætur gróði,
ununarfullt lag, snjöll harpa, niðmikið fljót, hið svarta
blóð, hinn víðfrægi Fótlamur, hin víðlenda■ Knósusborg,
andríkur söngmaður o. s. frv. Ekki gleymist líkingin held-
ur: „ . . . ýmist léku þau hringdans mjög léttilega með
fimlegu fótataki, svo sem þá leirsmiður situr og hefir
mátulega kringlu í hendi og reynir, hversu hún snýst.“
Skáldið rennir augum frá dansinum til starfs hins haga
leirsmiðs. Allir hlutu að minnast handbragðs hans og fim-
leiks við hjólið sitt, og hversu ótt það snerist í höndum
hans. Snúningshraðinn er hér snertipunkturinn, það sem
sameiginlegt er líkingunni og þeim verknaði, sem hún skal
lýsa eða öllu heldur gæða áhrifamagni.
Vér höfum nú virt fyrir oss svolítið nokkur einkenni
á stíl Hómers, skjaldarlýsingin orðið eins konar þver-
skurðarmynd af frásagnarhætti hans og efnismeðferð.
Snúum oss nú að líkingunum sérstaklega og látum þær
fræða oss um hug manna og hagi í þessum heimi, sem
fyrir svo löngu er undir lok liðinn.
III.
Þar, sem um jafnauðugan garð er að gresja og líking-
arnar hjá Hómer, fer málið að vandast fyrir þann, er
taka vill góðfúsan lesanda sér við hönd í skyndiför um
þann fjölskrúðuga blómvang. Hvar skal byrja? Hvað skal
sýna? Hverju sleppa? Hvar látið staðar numið? Svo víð-
förull hefur andi skáldsins verið um byggt ból og saltan
sjá, svo gerhugull á störf manna ýmisleg, náttúruna milda
eða móthverfa, dýrin stór og smá, veðurfar og vinda, að
4