Skírnir - 01.01.1945, Blaðsíða 77
Skírnir
Reisubók Bjarnar Jórsalafara
75
reisubókin sé enn til og ræðir mjög kunnuglega um hana.
Af því hafa menn ráðið, að þeir hafi báðir þekkt reisu-
bókina og haft hana fyrir sér. Sú skoðun fær þó ekki stað-
izt. Arngrímur segir, að Björn Einarsson hafi lagt sig í
framkróka um að rannsaka allt, sem til náðist, um græn-
lenzk efni og hafi skýrt trúlega frá því í ferðabók sinni,
sem enn sé til („quicquid notitiæ, de Rebus Grönlandicis
haberi poterat, gnaviter perquisivit, ac in suum Itinerari-
um, quod extat, fideliter retulit“). Eftir því að dæma hef-
ur reisubókin hlotið að vera merkisrit, þar eð Björn hafði
ágæta aðstöðu til að rannsaka grænlenzk efni, meðan hann
dvaldist í Grænlandi. En hví skýrir Arngrímur þá ekki
nánar frá efni hennar en hann gerir? Engin skýring er til
á því önnur en sú, að hann hafi einungis þekkt bókina af
afspurn. Annars hefði hún hlotið að verða hvalreki á
fjöru hans. Ummæli hans um reisubókina eru því lítils
virði. Reyndar var hann ekki vanur að fara með fleipur,
en óvíst er, hve heimild hans hefur verið örugg.
Mikið ósamræmi er á milli ummæla Arngríms lærða um
reisubókina og ágripsins í Grænlandsannál Bjarnar á
Skarðsá. Það er furðulegt, hve ágripið er nauðaómerki-
legt. Ef það er kjarninn úr reisubókinni, a. m. k. þeim
hluta hennar, er fjallaði um Grænlandsferðina, hefur bók-
in verið mjög ung og lítilfjörleg. önnur skýring kemur
og til greina. Hún er sú, að ágripið sé ritað eftir minni,
og er rétt að athuga það úrræði.
Orðin „skrifað úr Reisubók Bjarnar bónda Einarsson-
ar“ er tvímælalaust eðlilegast að skilja svo, að sá, sem rit-
aði þau, hafi haft reisubókina fyrir sér. En fyrri tíðar
menn voru oft harðla ónákvæmir í tilvitnunum, bæði
Björn á Skarðsá og aðrir. í Grænlandsannál hans er t. d.
kafli með fyrirsögninni Annáll úr Landnámu1 2) og annar
með fyrirsögninni Þetta enn úr Landnámu.-) Efni kafl-
anna er frásagnir um leit Snæbjarnar galta og Hrólfs
1) Grönl. hist. Mindesmærker I, 104.
2) Tilv. r. I, 108.